Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 19:30 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. MH17 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
MH17 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira