Bandarískt afþreyingarefni tröllríður Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2014 14:25 Bandarískir sjónvarpsþættir á borð við True Detective njóta mun meiri vinsælda í Evrópu en innlent efni. Vísir/AP Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira