Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. ágúst 2014 12:57 Kolbeinn Árnason, Vladimir Pútín og Gunnar Bragi Sveinsson VÍSIR/ARNÞÓR/GETTY/STEFÁN Utanríkisráðherra segir innflutningsbann Rússa á vestrænum vörum ekki hafa áhrif á stuðning Íslands við Úkraínu. Að mati framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna gæti innflutningsbann Rússa á vörur frá Vestrænum ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta þeirra á innanríkismálum í Úkraínu þó haft veruleg áhrif á íslenska hagsmuni.Vladimir Putin forseti Rússlands gaf út tilskipun í gær til allra ráðuneyta um að þau útfærðu reglur um takmörkun eða algert bann á innflutningi á vestrænum vörum til að minnsta kosti eins árs. Þessi tilskipun er svar Rússlandsforseta við þeim efnahagsþvingunum sem Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa samþykkt að beita Rússa vegna afskipta þeirra af innanríkismálum í Úkraínu og sem hafa verið hertar eftir að flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu hinn 17. júlí síðast liðinn. Aðgerðir Vesturlanda beinast aðallega gagnvart fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn bandamanna Putins og margir vina hans og bandamanna hafa verið settir í ferðabann til Vesturlanda.Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði í dag að innflutningsbannið muni ná til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Þá hafa rússnesk stjórnvöld bannað allt yfirflug úkraínskra flugfélaga yfir Rússlandi og eru jafnvel að íhuga að banna yfirflug vestrænna flugfélaga, sem gæti þýtt mikinn kostnaðarauka fyrir þau.Áfall fyrir NorðmennÍ norskum fjölmiðlum er talað um áfall, þar sem Rússland sé stærsti útflutningsmarkaður norskra sjávarafurða, en Ísland er ekki talið upp á þeim lista sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið út yfir lönd í innflutningsbanni.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir menn ekki vita hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast. „Við höfum hins vegar beitt okkur fyrir því að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Og við höfum að sjálfsögðu brýnt þá og aðra til að fara eftir alþjóðalögum, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er ómögulegt að segja til um hvað verður um framhaldið og framtíðina í þessu máli. Við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði þeirra réttindi,“ segir Gunnar Bragi. EFTA-ríkin ákváðu að gera hlé á fríverslunarviðræðum við Rússland síðast liðið vor og utanríkisráðherra sagði í opinberri heimsókn til Úkraínu um svipað leiti að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér í samskiptum við Rússa yrði svo að vera. „Já, já það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ segir utanríkisráðherra.Miklir hagsmunir í húfiKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir Íslendinga með mjög mikil viðskipti við þetta svæði. „Rússland og Úkraína eru samtals að flytja inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Þannig að þetta er hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi sem fer inn á þetta svæði,“ segir Kolbeinn en þar er aðallega um að ræða makríl og síld. Þarna séu því miklir hagsmunir í húfi ef aðgerðir Rússa færu að beinast að Íslandi og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Þá hafi aðgerðir sem þesar áhrif á fleiri markaði með sjávarafurðir. „Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar. En það þýðir þá að það verður meiri innflutningur frá þeim á aðra markaði sem við erum að sækja á, þannig að þetta setur af stað atburðarrás sem erfitt er að greina. Þannig að þetta eru mikil tíðindi og alvarleg,“ segir Kolbeinn Árnason. Tengdar fréttir Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54 Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir innflutningsbann Rússa á vestrænum vörum ekki hafa áhrif á stuðning Íslands við Úkraínu. Að mati framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna gæti innflutningsbann Rússa á vörur frá Vestrænum ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta þeirra á innanríkismálum í Úkraínu þó haft veruleg áhrif á íslenska hagsmuni.Vladimir Putin forseti Rússlands gaf út tilskipun í gær til allra ráðuneyta um að þau útfærðu reglur um takmörkun eða algert bann á innflutningi á vestrænum vörum til að minnsta kosti eins árs. Þessi tilskipun er svar Rússlandsforseta við þeim efnahagsþvingunum sem Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa samþykkt að beita Rússa vegna afskipta þeirra af innanríkismálum í Úkraínu og sem hafa verið hertar eftir að flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu hinn 17. júlí síðast liðinn. Aðgerðir Vesturlanda beinast aðallega gagnvart fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn bandamanna Putins og margir vina hans og bandamanna hafa verið settir í ferðabann til Vesturlanda.Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði í dag að innflutningsbannið muni ná til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Þá hafa rússnesk stjórnvöld bannað allt yfirflug úkraínskra flugfélaga yfir Rússlandi og eru jafnvel að íhuga að banna yfirflug vestrænna flugfélaga, sem gæti þýtt mikinn kostnaðarauka fyrir þau.Áfall fyrir NorðmennÍ norskum fjölmiðlum er talað um áfall, þar sem Rússland sé stærsti útflutningsmarkaður norskra sjávarafurða, en Ísland er ekki talið upp á þeim lista sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið út yfir lönd í innflutningsbanni.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir menn ekki vita hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast. „Við höfum hins vegar beitt okkur fyrir því að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Og við höfum að sjálfsögðu brýnt þá og aðra til að fara eftir alþjóðalögum, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er ómögulegt að segja til um hvað verður um framhaldið og framtíðina í þessu máli. Við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði þeirra réttindi,“ segir Gunnar Bragi. EFTA-ríkin ákváðu að gera hlé á fríverslunarviðræðum við Rússland síðast liðið vor og utanríkisráðherra sagði í opinberri heimsókn til Úkraínu um svipað leiti að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér í samskiptum við Rússa yrði svo að vera. „Já, já það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ segir utanríkisráðherra.Miklir hagsmunir í húfiKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir Íslendinga með mjög mikil viðskipti við þetta svæði. „Rússland og Úkraína eru samtals að flytja inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Þannig að þetta er hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi sem fer inn á þetta svæði,“ segir Kolbeinn en þar er aðallega um að ræða makríl og síld. Þarna séu því miklir hagsmunir í húfi ef aðgerðir Rússa færu að beinast að Íslandi og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Þá hafi aðgerðir sem þesar áhrif á fleiri markaði með sjávarafurðir. „Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar. En það þýðir þá að það verður meiri innflutningur frá þeim á aðra markaði sem við erum að sækja á, þannig að þetta setur af stað atburðarrás sem erfitt er að greina. Þannig að þetta eru mikil tíðindi og alvarleg,“ segir Kolbeinn Árnason.
Tengdar fréttir Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54 Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54
Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51