Innlent

Fjögur hundruð án net­tengingar í Norðlingaholti

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slitið hefur áhrif á fjögur hundruð nettengingar.
Slitið hefur áhrif á fjögur hundruð nettengingar. Vísir/Vilhelm

Á fimmta tímanum urðu strengslit á stofnstreng Mílu til Norðlingaholts.

Í fréttatilkynningu frá Mílu segir að slitið hefur áhrif á um fjögur hundruð nettengingar í Norðlingaholti. Framkvæmdasvið sé nú þegar farið af stað til að leita af slysinu.

Ekki liggur fyrir hversu langan tíma viðgerðin kann að taka.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×