„Selfie“ sjúkur hermaður gæti hafa sannað að rússneski herinn sé í Úkraínu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. ágúst 2014 11:02 Þessi sjálfsmynd gæti dregið dilk á eftir sér. Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin: MH17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin:
MH17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira