Frumkvöðull safnar milljónum í anda Seinfeld ingvar haraldsson skrifar 18. ágúst 2014 14:10 Itay Adam safnaði stórfé með því að vitna í Seinfeld. nordicphotos/afp Itay Adam, ísraelskur frumkvöðull, hefur safnað yfir tveimur milljónum dollara frá fjárfestum án þess að hafa hugmynd hvaða vöru hann ætli að búa til. Forbes greinir frá. Adam er mikill aðdáandi Seinfeld sjónvarpsþáttanna en Larry David og Jerry Seinfeld, höfundar þáttanna, seldu sjónvarpsstöðinni NBC þættina með því að leiðarljósi að þetta væru „þættir um ekkert.“ Adam ákvað því að fylgja í fótspor þeirra og seldi fjárfestum þá hugmynd að fyrirtækið hans hefði enga vöru til að selja. Adam útbjó fjörutíu mínútna langa glærusýningu sem innihélt einungis fimm glærur sem á voru átján brandar en ekki orði minnst á neina vöru. Á fyrstu glærunni var vitnað beint í Seinfeld þar sem stóð einfaldlega „this is a show about nothing” eða „þetta er þáttur um ekki neitt.“ Adam sem unnið hefur við markaðsmál og markaðssett yfir eitt þúsund vöru réð sér handritshöfund til að aðstoða sig við að búa til kynninguna sem hann leit á eins og fjörtíu mínútna uppistand. Hugmyndin sló heldur betur í gegn því á örfáum dögum safnaði Adam yfir tveimur milljónum dollara eða um 250 milljónum íslenskum króna.Það veit enginn hvað mun slá næst í gegn „Það veit enginn hvað mun slá í gegn næst, það eru bara uppi getgátur. Markmið mitt er að búa til fimm til sex manna teymi af reynslumiklu fólki sem hefur sannað sig, allt eldra en 35 ára, til að skapa það sem slær næst í gegn, hvað sem það kann að vera,“ segir Adam. Ísraelski markaðsmaðurinn segist frekar vilja ráða eldri starfsmenn sem séu að nálgast miðjan aldur. Þeir geti komið meira í verk á átta tíma vinnudegi en tvítugur starfsmaður getur á heilli viku. Adam ráðleggur öðrum frumkvöðlum að hafa skemmtanagildið að leiðarljósi þegar þeir markaðsseti sínar vörur eða hugmyndir. Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Itay Adam, ísraelskur frumkvöðull, hefur safnað yfir tveimur milljónum dollara frá fjárfestum án þess að hafa hugmynd hvaða vöru hann ætli að búa til. Forbes greinir frá. Adam er mikill aðdáandi Seinfeld sjónvarpsþáttanna en Larry David og Jerry Seinfeld, höfundar þáttanna, seldu sjónvarpsstöðinni NBC þættina með því að leiðarljósi að þetta væru „þættir um ekkert.“ Adam ákvað því að fylgja í fótspor þeirra og seldi fjárfestum þá hugmynd að fyrirtækið hans hefði enga vöru til að selja. Adam útbjó fjörutíu mínútna langa glærusýningu sem innihélt einungis fimm glærur sem á voru átján brandar en ekki orði minnst á neina vöru. Á fyrstu glærunni var vitnað beint í Seinfeld þar sem stóð einfaldlega „this is a show about nothing” eða „þetta er þáttur um ekki neitt.“ Adam sem unnið hefur við markaðsmál og markaðssett yfir eitt þúsund vöru réð sér handritshöfund til að aðstoða sig við að búa til kynninguna sem hann leit á eins og fjörtíu mínútna uppistand. Hugmyndin sló heldur betur í gegn því á örfáum dögum safnaði Adam yfir tveimur milljónum dollara eða um 250 milljónum íslenskum króna.Það veit enginn hvað mun slá næst í gegn „Það veit enginn hvað mun slá í gegn næst, það eru bara uppi getgátur. Markmið mitt er að búa til fimm til sex manna teymi af reynslumiklu fólki sem hefur sannað sig, allt eldra en 35 ára, til að skapa það sem slær næst í gegn, hvað sem það kann að vera,“ segir Adam. Ísraelski markaðsmaðurinn segist frekar vilja ráða eldri starfsmenn sem séu að nálgast miðjan aldur. Þeir geti komið meira í verk á átta tíma vinnudegi en tvítugur starfsmaður getur á heilli viku. Adam ráðleggur öðrum frumkvöðlum að hafa skemmtanagildið að leiðarljósi þegar þeir markaðsseti sínar vörur eða hugmyndir.
Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira