Fylkir aftur á sigurbraut Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2014 16:35 Fylkisstúlkur fagna hér marki fyrr í sumar. Vísir/Daníel Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. Gestirnir úr Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn betur og náðu Fylkiskonur óvænt forskotinu eftir tólf mínútna leik þegar Ruth Þórðar Þórðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Ruth, sem átti góðan leik á miðjunni hjá þeim appelsínugulu, smellhitti boltann þá langt utan teigs og hafnaði hann efst í markhorninu. Stórbrotið mark! Fylkiskonur voru sterkari aðilinn og gekk gestunum frá Eyjum illa að skapa sér færi. Shaneka Gordon fékk úr litlu að moða og annar lykilmaður liðsins, Vesna Smiljkovic, átti erfitt uppdráttar. Munar um minna hjá þeim hvítklæddu. Markadrottningin 33 ára, Anna Björg Björnsdóttir, gerði síðan endanlega út um leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum á aðeins fimm mínútum. Mörkin voru keimlík þar sem framherjinn lúrði á fjærstöng og setti boltann í netið eftir klaufagang í vörn ÍBV. Saga Huld Helgadóttir, miðvörður ÍBV, lék sinn síðasta leik fyrir Eyjakonur í bili en þessi 23 árs gamli miðvörður er á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Með sigrinum skaust Fylkir tímabundið hið minnsta upp í 3. sæti en ÍBV situr áfram í 7. sæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. Gestirnir úr Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn betur og náðu Fylkiskonur óvænt forskotinu eftir tólf mínútna leik þegar Ruth Þórðar Þórðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Ruth, sem átti góðan leik á miðjunni hjá þeim appelsínugulu, smellhitti boltann þá langt utan teigs og hafnaði hann efst í markhorninu. Stórbrotið mark! Fylkiskonur voru sterkari aðilinn og gekk gestunum frá Eyjum illa að skapa sér færi. Shaneka Gordon fékk úr litlu að moða og annar lykilmaður liðsins, Vesna Smiljkovic, átti erfitt uppdráttar. Munar um minna hjá þeim hvítklæddu. Markadrottningin 33 ára, Anna Björg Björnsdóttir, gerði síðan endanlega út um leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum á aðeins fimm mínútum. Mörkin voru keimlík þar sem framherjinn lúrði á fjærstöng og setti boltann í netið eftir klaufagang í vörn ÍBV. Saga Huld Helgadóttir, miðvörður ÍBV, lék sinn síðasta leik fyrir Eyjakonur í bili en þessi 23 árs gamli miðvörður er á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Með sigrinum skaust Fylkir tímabundið hið minnsta upp í 3. sæti en ÍBV situr áfram í 7. sæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira