Ekki útilokað að Margrét Lára verði með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2014 15:15 Margrét Lára hefur skorað flest mörk allra fyrir A-landslið kvenna í fótbolta. Vísir/Getty Ísland tekur á móti Danmörku í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvellinum 21. ágúst.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Dönum. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir eru ekki í hópnum vegna meiðsla og þá verður Mist Edvarsdóttir ekki með sökum veikinda. Tveir nýliðar eru í hópnum; Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks.Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, eignaðist nýverið sitt fyrsta barn og er, eins og staðan er nú, ekki samningsbundin neinu liði. Þrátt fyrir það segir Freyr ekki loku fyrir það skotið að Margrét verði með í undankeppninni. „Það eru bara sjö vikur síðan hún átti barnið og hún er í fínu standi og hugsar vel um sig,“ sagði Freyr í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „En hún er ekki byrjuð æfa né spila með neinu félagsliði, þannig að það er mjög ólíklegt að hún verði með í leikjunum í september,“ bætti Freyr við, en Ísland mætir Ísrael og Serbíu 13. og 17. september á Laugardalsvelli í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppninni. Komist Ísland í umspil er ekki útilokað að Margrét verði með í þeim leikjum. „Mögulega, ef við komumst í umspil, á hún möguleika á því að komast í hópinn ef hún er byrjuð að spila. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að lokum. Margrét Lára var síðast á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð, en tímabilið 2013 var hún í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sonny Lára Þráinsdóttir í hópnum hjá Frey Alexanderssyni. 13. ágúst 2014 13:36 Margrét Lára eignaðist dreng Barnalán hjá Margréti Láru og Einari Erni. 21. júní 2014 08:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Ísland tekur á móti Danmörku í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvellinum 21. ágúst.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Dönum. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir eru ekki í hópnum vegna meiðsla og þá verður Mist Edvarsdóttir ekki með sökum veikinda. Tveir nýliðar eru í hópnum; Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks.Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, eignaðist nýverið sitt fyrsta barn og er, eins og staðan er nú, ekki samningsbundin neinu liði. Þrátt fyrir það segir Freyr ekki loku fyrir það skotið að Margrét verði með í undankeppninni. „Það eru bara sjö vikur síðan hún átti barnið og hún er í fínu standi og hugsar vel um sig,“ sagði Freyr í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „En hún er ekki byrjuð æfa né spila með neinu félagsliði, þannig að það er mjög ólíklegt að hún verði með í leikjunum í september,“ bætti Freyr við, en Ísland mætir Ísrael og Serbíu 13. og 17. september á Laugardalsvelli í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppninni. Komist Ísland í umspil er ekki útilokað að Margrét verði með í þeim leikjum. „Mögulega, ef við komumst í umspil, á hún möguleika á því að komast í hópinn ef hún er byrjuð að spila. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að lokum. Margrét Lára var síðast á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð, en tímabilið 2013 var hún í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sonny Lára Þráinsdóttir í hópnum hjá Frey Alexanderssyni. 13. ágúst 2014 13:36 Margrét Lára eignaðist dreng Barnalán hjá Margréti Láru og Einari Erni. 21. júní 2014 08:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sonny Lára Þráinsdóttir í hópnum hjá Frey Alexanderssyni. 13. ágúst 2014 13:36