Réttur til menntunar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. september 2014 11:30 Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða. Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða. Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það!
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar