„Langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. september 2014 07:13 Harpa Þorsteinsdóttir skorar fyrsta mark bikarúrslitaleiksins. Vísir/Andri Marinó Allt fram til ársins 2011 hafði meistaraflokkum Stjörnunnar í knattspyrnu hvorki tekist að vinna bikarinn á Íslandi né Íslandsmeistaratitilinn. Kvennalið Stjörnunnar braut blað í sögu félagsins þann 30. ágúst 2011 þegar stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn en síðan þá hafa þær haft góð tök á íslenskri kvennaknattspyrnu. Fjórum árum síðar eru tveir bikarmeistaratitlar komnir í hús ásamt einum Íslandsmeistaratitli og stefnir allt í að annar Íslandsmeistaratitillinn í röð og sá þriðji á fjórum árum komi nú í haust.Öruggt á Laugardalsvelli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum um helgina og varð í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari. Þær eiga möguleika á því að vinna tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins en þegar fjórir leikir eru eftir eru þær með sex stiga forskot á Breiðablik í öðru sæti. „Þessi tilfinning er alltaf jafn æðisleg, við vorum með klár markmið fyrir þetta tímabil og það var að vinna tvöfalt og að vinna bikarinn var stórt skref í átt að því. Við höfum oft átt erfitt með þessa keppni og mættum erfiðum liðum á leiðinni sem gerir þetta enn betra. „Þetta var æðislegur dagur og gaman að taka þátt í þessu, stemmingin var frábær og það var sett nýtt áhorfendamet,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var hetja Stjörnunnar í leiknum en hún skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins. „Við vorum með ágætis stjórn á leiknum og gáfum fá færi á okkur og náðum sem betur fer marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins, það skipti gríðarlega miklu máli í lokin. Svo náum við að setja annað mark sem gerir eiginlega út um leikinn að mínu mati og við náðum að bæta við mörkum eftir það. „Lokatölur leiksins segja ekki alveg til um hvernig hann spilaðist, það var meira jafnræði í þessu við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Þær vörðust virkilega vel þótt þeim hafi ekki gengið vel að að skapa sér færi.“Gullkynslóð Stjörnunnar Allt frá árinu 2011 hefur verið sterkur kjarni í Stjörnuliðinu sem leiðir liðið. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafa verið lykilleikmenn liðsins öll árin fjögur en ásamt þeim eru leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Maríu Baldursdóttur og Kristrúnu Kristjánsdóttur. „Við erum búnar að byggja gríðarlega góðan grunn og við erum með gott lið núna sem hefur spilað lengi saman og við þekkjum hvor aðra mjög vel. Þetta er ekkert að hætta núna, ég ætla rétt að vona það. Uppgangurinn í Garðabænum heldur áfram,“ sagði Harpa létt að lokum og tók fyrirliði liðsins, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir undir það. „Við stefnum að tvennunni í ár og við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna. Við þurfum að vera vel gíraðar í næstu leiki, mótið er ekki búið þótt staðan sé góð,“ sagði fyrirliðinn.Hugarfarsbreyting hjá félaginu „Þetta eru búin að vera frábær ár hjá Stjörnunni síðustu ár, strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega þótt það hafi ekki komið bikarar. Það varð hugarfarsbreyting hjá félaginu sem er að skila þessum árangri í dag,“ sagði Ásgerður sem segir að framtíðin sé björt í Garðabænum. „Það kom frábær þjálfari á sínum tíma sem fékk okkur til þess að hugsa betur og hann á risastóran þátt í þessum árangri hjá okkur. Allt félagið virðist hafa tekið við sér því yngri flokka starfið blómstrar í félaginu og ég hef fulla trú á því að strákarnir vinni deildina í fyrsta sinn í ár,“ sagði fyrirliðinn sem hefur trú á því að liðið muni berjast áfram um titla á næstu árum. „Þessu er ekki lokið, við erum með gríðarlega sterkan og mjög ungan hóp sem á mörg ár eftir svo það er langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki eins og staðan er í dag,“ sagði fyrirliðinn Ásgerður. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30 Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggðu sér því bikarmeistaratitilinn í annað skipti í sögu félagsins. 30. ágúst 2014 22:30 Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, vonast til þess að leikmenn sínir notfæri sér stressið í upphafi leiks til góða í bikarúrslitaleik liðsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. 30. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Allt fram til ársins 2011 hafði meistaraflokkum Stjörnunnar í knattspyrnu hvorki tekist að vinna bikarinn á Íslandi né Íslandsmeistaratitilinn. Kvennalið Stjörnunnar braut blað í sögu félagsins þann 30. ágúst 2011 þegar stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn en síðan þá hafa þær haft góð tök á íslenskri kvennaknattspyrnu. Fjórum árum síðar eru tveir bikarmeistaratitlar komnir í hús ásamt einum Íslandsmeistaratitli og stefnir allt í að annar Íslandsmeistaratitillinn í röð og sá þriðji á fjórum árum komi nú í haust.Öruggt á Laugardalsvelli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum um helgina og varð í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari. Þær eiga möguleika á því að vinna tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins en þegar fjórir leikir eru eftir eru þær með sex stiga forskot á Breiðablik í öðru sæti. „Þessi tilfinning er alltaf jafn æðisleg, við vorum með klár markmið fyrir þetta tímabil og það var að vinna tvöfalt og að vinna bikarinn var stórt skref í átt að því. Við höfum oft átt erfitt með þessa keppni og mættum erfiðum liðum á leiðinni sem gerir þetta enn betra. „Þetta var æðislegur dagur og gaman að taka þátt í þessu, stemmingin var frábær og það var sett nýtt áhorfendamet,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var hetja Stjörnunnar í leiknum en hún skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins. „Við vorum með ágætis stjórn á leiknum og gáfum fá færi á okkur og náðum sem betur fer marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins, það skipti gríðarlega miklu máli í lokin. Svo náum við að setja annað mark sem gerir eiginlega út um leikinn að mínu mati og við náðum að bæta við mörkum eftir það. „Lokatölur leiksins segja ekki alveg til um hvernig hann spilaðist, það var meira jafnræði í þessu við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Þær vörðust virkilega vel þótt þeim hafi ekki gengið vel að að skapa sér færi.“Gullkynslóð Stjörnunnar Allt frá árinu 2011 hefur verið sterkur kjarni í Stjörnuliðinu sem leiðir liðið. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafa verið lykilleikmenn liðsins öll árin fjögur en ásamt þeim eru leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Maríu Baldursdóttur og Kristrúnu Kristjánsdóttur. „Við erum búnar að byggja gríðarlega góðan grunn og við erum með gott lið núna sem hefur spilað lengi saman og við þekkjum hvor aðra mjög vel. Þetta er ekkert að hætta núna, ég ætla rétt að vona það. Uppgangurinn í Garðabænum heldur áfram,“ sagði Harpa létt að lokum og tók fyrirliði liðsins, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir undir það. „Við stefnum að tvennunni í ár og við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna. Við þurfum að vera vel gíraðar í næstu leiki, mótið er ekki búið þótt staðan sé góð,“ sagði fyrirliðinn.Hugarfarsbreyting hjá félaginu „Þetta eru búin að vera frábær ár hjá Stjörnunni síðustu ár, strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega þótt það hafi ekki komið bikarar. Það varð hugarfarsbreyting hjá félaginu sem er að skila þessum árangri í dag,“ sagði Ásgerður sem segir að framtíðin sé björt í Garðabænum. „Það kom frábær þjálfari á sínum tíma sem fékk okkur til þess að hugsa betur og hann á risastóran þátt í þessum árangri hjá okkur. Allt félagið virðist hafa tekið við sér því yngri flokka starfið blómstrar í félaginu og ég hef fulla trú á því að strákarnir vinni deildina í fyrsta sinn í ár,“ sagði fyrirliðinn sem hefur trú á því að liðið muni berjast áfram um titla á næstu árum. „Þessu er ekki lokið, við erum með gríðarlega sterkan og mjög ungan hóp sem á mörg ár eftir svo það er langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki eins og staðan er í dag,“ sagði fyrirliðinn Ásgerður.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30 Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggðu sér því bikarmeistaratitilinn í annað skipti í sögu félagsins. 30. ágúst 2014 22:30 Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, vonast til þess að leikmenn sínir notfæri sér stressið í upphafi leiks til góða í bikarúrslitaleik liðsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. 30. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30
Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01
Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggðu sér því bikarmeistaratitilinn í annað skipti í sögu félagsins. 30. ágúst 2014 22:30
Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, vonast til þess að leikmenn sínir notfæri sér stressið í upphafi leiks til góða í bikarúrslitaleik liðsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. 30. ágúst 2014 11:45