Fimm hundruð milljónir tölva opnar fyrir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 11:56 Frá ráðstefnu hakkara í Bandaríkjunum. Vísir/Pjetur Risastór hugbúnaðargalli hefur fundist sem gæti gert óprúttnum aðilum kleift að taka yfir að minnsta kosti fimm hundruð milljónir tölva um allan heim. Gallinn sem hlotið hefur nafnið Shellshock snýr að hugbúnaði sem heitir Bash, eða Skel á íslensku. Hugbúnaðurinn er notaður í Linux stýrikerfinu og stýrikerfi Apple fyrir Mac tölvur. Sérfræðingar sem BBC hefur rætt við segja þennan galla vera mun alvarlegri en Heartbleed gallinn sem uppgötvaðist í apríl. Í gegnum Heartbleed gallann var hægt að komast að lykilorðum einstaklinga, en í með Shellshock er hægt að stjórna tölvum í gegnum internetið. Það sem gerir þennan galla enn alvarlegri er að margir vefþjónar víða um heim notast við Apache kerfið, sem inniheldur Bash. Þar að auki er talið mjög auðvelt að nýta þennan galla. „Ef gallinn er nýttur geta hakkarar mögulega tekið yfir stýrikerfið í tölvum, komist yfir trúnaðarupplýsingar, gert breytingar og margt fleira,“ segir Tod Beardsley, sérfræðingur í netöryggi, við BBC. Almennum notendum Linux og Apple stýrikerfisins er ráðlaggt að fylgjast með heimasíðum framleiðenda þar sem uppfærslur munu líklega birtast. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Risastór hugbúnaðargalli hefur fundist sem gæti gert óprúttnum aðilum kleift að taka yfir að minnsta kosti fimm hundruð milljónir tölva um allan heim. Gallinn sem hlotið hefur nafnið Shellshock snýr að hugbúnaði sem heitir Bash, eða Skel á íslensku. Hugbúnaðurinn er notaður í Linux stýrikerfinu og stýrikerfi Apple fyrir Mac tölvur. Sérfræðingar sem BBC hefur rætt við segja þennan galla vera mun alvarlegri en Heartbleed gallinn sem uppgötvaðist í apríl. Í gegnum Heartbleed gallann var hægt að komast að lykilorðum einstaklinga, en í með Shellshock er hægt að stjórna tölvum í gegnum internetið. Það sem gerir þennan galla enn alvarlegri er að margir vefþjónar víða um heim notast við Apache kerfið, sem inniheldur Bash. Þar að auki er talið mjög auðvelt að nýta þennan galla. „Ef gallinn er nýttur geta hakkarar mögulega tekið yfir stýrikerfið í tölvum, komist yfir trúnaðarupplýsingar, gert breytingar og margt fleira,“ segir Tod Beardsley, sérfræðingur í netöryggi, við BBC. Almennum notendum Linux og Apple stýrikerfisins er ráðlaggt að fylgjast með heimasíðum framleiðenda þar sem uppfærslur munu líklega birtast.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira