Heilsa

Appelsínu- og gulrótarsafi Evu

Rikka skrifar
Visir/Eva
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur lesendum Heilsuvísis uppskrift af dásamlegum hollustusafa.

Hún heldur úti girnilegu matarbloggi en þar er hægt að finna ótalmargar frábærar uppskriftir.



Appelsínu- og gulrótarsafi
500 ml ískalt vatn 
5 meðalstórar gulrætur
2 meðalstórar appelsínur
1 sítróna
4 - 5 cm ferskt engifer



Byrjið á því að flysja og skera hráefnið. Setjið vatn í blandarann, 500 ml ískalt vatn.  Bætið hráefninu saman við vatnið í pörtum, ég læt fyrst gulræturnar og leyfi þeim að hakkast algjörlega áður en ég læt hitt hráefnið saman við. Ég sía safann minn í gegnum sigti áður en ég drekk hann, þið ráðið því auðvitað hvort þið viljið sía hann eður ei. 
Hellið safanum í glas og njótið.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.