Ekki nota Dropbox, Facebook eða Google Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:23 Edward Snowden Vísir/Getty Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu. Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu.
Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira