Bendgate hneykslið svokallaða heldur áfram með nýjum iPad Air 2 frá Apple sem kynntur var í síðustu viku. Í Youtube myndbandi sem birt var í gær sést að mjög auðvelt er að beygja nýju spjaldtölvu Apple. Apple varð fyrir mikilli gagnrýni nýverið vegna þess hve auðveldlega nýir símar fyrirtækisins bognuðu.
Þjóðverjinn Martin Macht beygir spjaldtölvuna með berum höndum en á endanum brotnar skjárinn.
Eftir kynningu Apple í síðustu viku urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að nýrri plötu U2 hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra.
Fjölmargir hafa birt myndir á Twitter af beygðum símum og jafnframt hefur verið gert myndband þar sem sýnt er fram á hve mikið afl þurfi til að beygja símann.