Er nóg að vera best í heimi? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2014 10:07 Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun