Svona lítur Ísland út í söguheimi Halo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. október 2014 19:50 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians. VÍSIR/343 Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan. Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira