Írska fatakeðjan Primark, sem margir Íslendingar kannast við, hefur undirritað samninga um verslunarrými í bandarískum verslunarmiðstöðvum. Guardian greinir frá.
Áætlað er að fyrsta Primark-verslunin opni í Boston í lok árs 2015 en keðjan áætlar að opna í kringum 10 búðir til að byrja með á norðausturströnd Bandaríkjanna.
Nú þegar hafa verið undirritaðir samningar um verslunarrými fyrir 7 verslanir og mun Primark meðal annars opna í King of Prussia-verslunarmiðstöðinni, nærri Philadelphiu, og í Staten Island-verslunarmiðstöðinni í New York.

