Óttast að missa af því að spila með Sinfó Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2014 17:51 Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira