Hönnuður leitar nú til almennings í gegnum vefsíðuna Kickstarter, en hann vonast til þess að búa til frumgerð af auglýsingaskiltum með íbúð fyrir aftan. Mætti í raun segja að þetta væru auglýsingaskilti sem hægt væri að búa í.
Fyrirtæki myndu borga fyrir auglýsingapláss á þessum íbúðum, og gætu heimilislausir búið í þeim án endurgjalds. Víða í stórborgum eru auglýsingaskilti tengd rafmagni og því ætti að vera lítið mál að búa í þeim. Færa má rök fyrir því að þetta sé betri nýting á orku; að búa inni í auglýsingaskiltunum, ef svo má að orði komast.
Michael Polacek heitir hönnuðurinn og er markmiðið með hönnuninni að veita heimilislausum húsnæði í stórborgum. Hann fékk hugmyndina fyrir þremur árum síðan, þegar hann var við nám í listaháskóla í Slóvakíu. Nú hefur hann tekið hugmyndina á næsta stig og ætlar sér að framleiða frumgerðina.
Markmiðið er að safna um sex milljónum króna og vonast Polacek í samstarfi við vin sinn Matej Ndorolik til þess að geta lokið við hönnun frumgerðarinnar næsta vor. Ef vel gengur vilja þeir byrja að framleiða tíu auglýsingaskilti sem hægt er að búa í og koma þeim upp í Slóvakíu.
Heimilislausir geta búið á bakvið auglýsingaskilti
Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Mest lesið

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur


Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent