Skoða opnun fleiri Búllustaða erlendis Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 20:06 Tómas Tómasson, stofnandi og eigandi Hamborgarabúllu Tómasar. Vísir/Pjetur Tómas Tómasson segir að mikið sé haft samband við rekstraraðila Tommi's Burger Joint eftir velgengni staðarins í Lundúnum, Berlín og Kaupmannahöfn. Tveir staðir eru nú reknir í Lundúnum og til stendur að opna stað í Osló. Margir vilji opna fleiri staði undir merkjum Tommi's Burger Joint. Margir hverjir reyndir erlendir veitingamenn. Þetta kemur fram í viðtali við Tómas í nýjasta Klinkinu. „Eftir að staðurinn í London fór að ganga svona vel, það er með ólíkindum hvað okkur var vel tekið þar. Við opnuðum til bráðabirgða í húsnæði sem átti að endurbyggja í ágúst 2012. Hann fékk svakalega góðar móttökur og við vorum allt í einu komnir á kortið í London. Það eru 7.000 pöbbar og 8.000 veitingastaðir og því ekkert auðvelt að hasla sér völl þar. Við vöktum mikla og góða athygli þannig að eigendur húsnæðisins útveguðu okkur húsnæði til frambúðar í Marylebone-hverfinu. Eftir þá athygli sem við fengum þarna þá hafa alls kyns menn haft samband og vissulega er það ánægjulegt að fá svona seinni 15 mínútur af frægð á þessum aldri. En ætlum við að opna fleiri staði erlendis? Það er mjög líklegt að það gerist því það er mikill áhugi fyrir þessu. Iðulega koma menn og ræða við rekstraraðila staðarins í London og vilja taka þátt. Þetta er eins og í sögunni um Litlu Gulu hænuna. Um leið og brauðið er bakað vilja allir koma og taka bita,” segir Tómas í nýjasta Klinkinu. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Búllan opnaði á Geirsgötu 10. apríl 2004. Tómas segir í þættinum að hann hafi í raun verið bókstaflega blankur þegar sá staður opnaði.Þurfti að skrapa saman af þremur reikningum fyrir inneign á GSM-símann „Eftir að ég seldi Hótel Borg snemma árs 2003 þá lét ég mig dreyma um að ég gæti farið að gera minna og setjast hálfpartinn í helgan stein. Ég fór til Argentínu í tvo mánuði að reyna að læra spænsku og tangó og uppgötvaði þegar ég kom til baka að ég var blankur maður. Mómentið var þetta: Ég fór í sturtu daglega og notaði eyrnapinna í sitt hvort eyrað. Ég uppgötvaði einn daginn að ég var farinn að nota einn pinna til að spara í staðinn fyrir tvo. Svo þurfti ég að fylla á símann minn og lægsta áfylling er 500 kall og ég þurfti að fara inn á þrjá bankareikninga til þess að finna 500 kall til að setja inn á símann. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að fara að gera eitthvað. Á fjölskyldufundi var stungið upp á því hvort ég ætti ekki að fara í hamborgarabransann aftur en mér fannst það út í hött af því mér fannst ég vera búinn að ljúka því tímabili í lífi mínu. En þegar fólk heyrði að Tommi ætlaði að fara í hamborgarana þá lifnaði yfir öllu. Þetta þróaðist síðan þannig að ég fór að kíkja í kringum mig eftir húsnæði.“ Reksturinn á Hamborgarabúllu Tómasar ehf. gengur vel en fyrirtækið var með jákvætt eigið fé upp á 71 milljón króna í lok árs 2013 en það ár skilaði fyrirtækið 9,9 milljóna króna hagnaði. Alls eru sjö staðir reknir á Íslandi. Tómas á tvo þeirra, staðinn á Bíldshöfða og í Ofanleiti, en hinir fimm eru reknir á grundvelli sérleyfissamninga (e. franchise-agreements). Fjölskylda Tómasar á hlut í fyrirtækinu sem rekur staðina tvo í Lundúnum en síðan eru staðirnir í Berlín og Kaupmannahöfn reknir með sérleyfi. Tómas fylgist mjög náið með öllu ferlinu til að tryggja að borgararnir bragðist alls staðar eins og miklum tíma er varið í að finna rétta hráefnið en hann segir það lykil að bragðinu góða.Voru lengi að finna rétta kjötið„Í London vorum við lengi að finna rétta kjötið. Við vorum búnir að prófa 10-12 mismunandi kjötkaupmenn sem voru búnir að reyna að selja okkur kjöt. Loksins duttum við niður á HG Walter, sem við köllum slátrara, og kjötið sem þeir útvega okkur er skoskt og það er svo gott að við notum sama kjötið í bæði Berlín og Kaupmannahöfn og flytjum það bara inn þar. Það er 20-22% fita en bragðið kemur úr fitunni.“ Sjá má viðtalið við Tómas í Klinkinu með því að smella hér. Klinkið Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Tómas Tómasson segir að mikið sé haft samband við rekstraraðila Tommi's Burger Joint eftir velgengni staðarins í Lundúnum, Berlín og Kaupmannahöfn. Tveir staðir eru nú reknir í Lundúnum og til stendur að opna stað í Osló. Margir vilji opna fleiri staði undir merkjum Tommi's Burger Joint. Margir hverjir reyndir erlendir veitingamenn. Þetta kemur fram í viðtali við Tómas í nýjasta Klinkinu. „Eftir að staðurinn í London fór að ganga svona vel, það er með ólíkindum hvað okkur var vel tekið þar. Við opnuðum til bráðabirgða í húsnæði sem átti að endurbyggja í ágúst 2012. Hann fékk svakalega góðar móttökur og við vorum allt í einu komnir á kortið í London. Það eru 7.000 pöbbar og 8.000 veitingastaðir og því ekkert auðvelt að hasla sér völl þar. Við vöktum mikla og góða athygli þannig að eigendur húsnæðisins útveguðu okkur húsnæði til frambúðar í Marylebone-hverfinu. Eftir þá athygli sem við fengum þarna þá hafa alls kyns menn haft samband og vissulega er það ánægjulegt að fá svona seinni 15 mínútur af frægð á þessum aldri. En ætlum við að opna fleiri staði erlendis? Það er mjög líklegt að það gerist því það er mikill áhugi fyrir þessu. Iðulega koma menn og ræða við rekstraraðila staðarins í London og vilja taka þátt. Þetta er eins og í sögunni um Litlu Gulu hænuna. Um leið og brauðið er bakað vilja allir koma og taka bita,” segir Tómas í nýjasta Klinkinu. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Búllan opnaði á Geirsgötu 10. apríl 2004. Tómas segir í þættinum að hann hafi í raun verið bókstaflega blankur þegar sá staður opnaði.Þurfti að skrapa saman af þremur reikningum fyrir inneign á GSM-símann „Eftir að ég seldi Hótel Borg snemma árs 2003 þá lét ég mig dreyma um að ég gæti farið að gera minna og setjast hálfpartinn í helgan stein. Ég fór til Argentínu í tvo mánuði að reyna að læra spænsku og tangó og uppgötvaði þegar ég kom til baka að ég var blankur maður. Mómentið var þetta: Ég fór í sturtu daglega og notaði eyrnapinna í sitt hvort eyrað. Ég uppgötvaði einn daginn að ég var farinn að nota einn pinna til að spara í staðinn fyrir tvo. Svo þurfti ég að fylla á símann minn og lægsta áfylling er 500 kall og ég þurfti að fara inn á þrjá bankareikninga til þess að finna 500 kall til að setja inn á símann. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að fara að gera eitthvað. Á fjölskyldufundi var stungið upp á því hvort ég ætti ekki að fara í hamborgarabransann aftur en mér fannst það út í hött af því mér fannst ég vera búinn að ljúka því tímabili í lífi mínu. En þegar fólk heyrði að Tommi ætlaði að fara í hamborgarana þá lifnaði yfir öllu. Þetta þróaðist síðan þannig að ég fór að kíkja í kringum mig eftir húsnæði.“ Reksturinn á Hamborgarabúllu Tómasar ehf. gengur vel en fyrirtækið var með jákvætt eigið fé upp á 71 milljón króna í lok árs 2013 en það ár skilaði fyrirtækið 9,9 milljóna króna hagnaði. Alls eru sjö staðir reknir á Íslandi. Tómas á tvo þeirra, staðinn á Bíldshöfða og í Ofanleiti, en hinir fimm eru reknir á grundvelli sérleyfissamninga (e. franchise-agreements). Fjölskylda Tómasar á hlut í fyrirtækinu sem rekur staðina tvo í Lundúnum en síðan eru staðirnir í Berlín og Kaupmannahöfn reknir með sérleyfi. Tómas fylgist mjög náið með öllu ferlinu til að tryggja að borgararnir bragðist alls staðar eins og miklum tíma er varið í að finna rétta hráefnið en hann segir það lykil að bragðinu góða.Voru lengi að finna rétta kjötið„Í London vorum við lengi að finna rétta kjötið. Við vorum búnir að prófa 10-12 mismunandi kjötkaupmenn sem voru búnir að reyna að selja okkur kjöt. Loksins duttum við niður á HG Walter, sem við köllum slátrara, og kjötið sem þeir útvega okkur er skoskt og það er svo gott að við notum sama kjötið í bæði Berlín og Kaupmannahöfn og flytjum það bara inn þar. Það er 20-22% fita en bragðið kemur úr fitunni.“ Sjá má viðtalið við Tómas í Klinkinu með því að smella hér.
Klinkið Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent