„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2014 20:15 Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00