OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 16:07 Tólf ríki eru í OPEC og selja þau um þriðjung olíu í heiminum. Vísir/AFP Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews
Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira