Bónus hefur ákveðið að veita 10 milljóna króna styrk í formi gjafakorta til þrettán góðgerðarsamtaka sem aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í landinu nú fyrir jólin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus.
Bónus veitir styrki til samfélagslegra málefna á hverju ári og það er von fyrirtækisins að þessi aðstoð létti undir með þeim sem á þurfa að halda nú í jólahátíðinni eins og segir í tilkynningunni.
Eftirfarandi samtök hljóta styrk í ár.
Hjálparstarf kirkjunnar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfirði
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
Mæðrastyrksnefnd Akraness
Suðurnesjadeild Rauða kross Ísl
Akureyrardeild Rauða kross Ísl
Ísafjarðardeild Rauða kross Ísl
Árnesingadeild Rauða kross Ísl
Héraðs/Borgarfjarðardeild RKÍ
Hjálpræðisherinn á Akureyri
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ
Hjálpræðisherinn í Reykjavík
