Enn og aftur tapaði Phildelphia | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Vísir/AP Philadelphia tapaði enn einum leiknum í NBA-deildinni í nótt er liðið mætti meisturum San Antonio Spurs á heimavelli. San Antonio vann sex stiga sigur, 109-103. Þar með hefur Philadelphia tapað öllum sautján leikjum sínum á tímabilinu en félagið hefur aldrei byrjað verr í deildinni. Þrjú lið hafa byrjað með sautján töpum í röð í sögunni og aðeins eitt fyrstu átján. Philadelphia getur því jafnað deildarmetið ef liðið tapar fyrir Oklahoma City á heimavelli á föstudagskvöldið. Hvorki Tim Duncan né Tony Parker spiluðu með San Antonio í nótt en þrátt fyrir það lenti liðið ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína. Aaron Baynes skoraði fimmtán stig fyrir liðið og þeir Manu Ginobili og Cory Joseph fjórtán hvor. Michael Carter-Williams skoraði 24 stig fyrir heimamenn og tók þar að auki fjórtán fráköst. Tony Wroten missti þó af leiknum vegna hnémeiðsla. LA Clippers vann Minnesota, 127-101, þar sem Blake Griffin og JJ Redick skoruðu 23 stig hvor áður en þeir fengu að hvíla í fjórða leikhluta. Clippers lauk þar með við langa útileikjahrinu en liðið vann sex af sjö leikjunum í hrinunni sem er besti árangur í sögu félagsins. Shabazz Muhammed skoraði átján stig og tók tíu fráköst fyrir Minnesota og nýliðinn Andrew Wiggins fjórtán stig - öll í fyrri hálfleik. Denver vann Utah, 103-101, sem tapaði þar með sínum sjötta leik í röð. Ty Lawson skoraði fimmtán stig og mikilvæga körfu á lokamínútu leiksins sem gerði út um leikinn fyrir Denver. Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-109 Washington - Miami 107-86 Utah - Denver 101-103 LA Clippers - Minnesota 127-101 NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Philadelphia tapaði enn einum leiknum í NBA-deildinni í nótt er liðið mætti meisturum San Antonio Spurs á heimavelli. San Antonio vann sex stiga sigur, 109-103. Þar með hefur Philadelphia tapað öllum sautján leikjum sínum á tímabilinu en félagið hefur aldrei byrjað verr í deildinni. Þrjú lið hafa byrjað með sautján töpum í röð í sögunni og aðeins eitt fyrstu átján. Philadelphia getur því jafnað deildarmetið ef liðið tapar fyrir Oklahoma City á heimavelli á föstudagskvöldið. Hvorki Tim Duncan né Tony Parker spiluðu með San Antonio í nótt en þrátt fyrir það lenti liðið ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína. Aaron Baynes skoraði fimmtán stig fyrir liðið og þeir Manu Ginobili og Cory Joseph fjórtán hvor. Michael Carter-Williams skoraði 24 stig fyrir heimamenn og tók þar að auki fjórtán fráköst. Tony Wroten missti þó af leiknum vegna hnémeiðsla. LA Clippers vann Minnesota, 127-101, þar sem Blake Griffin og JJ Redick skoruðu 23 stig hvor áður en þeir fengu að hvíla í fjórða leikhluta. Clippers lauk þar með við langa útileikjahrinu en liðið vann sex af sjö leikjunum í hrinunni sem er besti árangur í sögu félagsins. Shabazz Muhammed skoraði átján stig og tók tíu fráköst fyrir Minnesota og nýliðinn Andrew Wiggins fjórtán stig - öll í fyrri hálfleik. Denver vann Utah, 103-101, sem tapaði þar með sínum sjötta leik í röð. Ty Lawson skoraði fimmtán stig og mikilvæga körfu á lokamínútu leiksins sem gerði út um leikinn fyrir Denver. Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-109 Washington - Miami 107-86 Utah - Denver 101-103 LA Clippers - Minnesota 127-101
NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira