Rússnesk stjórnvöld ákváðu í nótt að hækka stýrivexti landsin um heil 6,5 prósentustig eða úr 10,5 prósentum í sautján prósent.
Seðlabanki landsins segir að með hækkuninni sé verið að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi fall rúblunnar sem hefur lækkað mikið síðustu mánuði og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið eins veikur gagnvart bandaríkjadal.
Í gær lækkaði gjaldmiðillinn meira á einum degir en hann hafði gerst í sautján ár þar á undan og það sem af er ári hefur rúblan rýrnað um 45 prósent gagnvart dollar.
