Milljónasti farþegi WOW air fer í loftið í dag Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 15:12 Skúli Mogensen ásamt Björgvini og Gunnhildi. vísir/aðsend Í dag mun milljónasti farþegi WOW air fljúga með félaginu en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Farþegafjöldi WOW air hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrsta flugi félagsins í maí 2012. Fyrsta árið flugu um 110 þúsund farþegar með flugfélaginu og árið 2013 flaug WOW air með um 415 þúsund farþega. Gert er ráð fyrir 60% aukningu á farþegum milli ára frá um 500 þúsund farþegum nú í ár í um 800 þúsund farþega á næsta ári. Gunnhildur Blöndal er milljónasti farþegi WOW air og flýgur nú utan seinni partinn ásamt manni sínum Björgvini Viktor Þórðarsyni. „Við erum að fljúga til London Gatwick flugvallar og erum á leiðinni til Brighton til að versla inn jólagjafirnar og njóta þess að ganga um bæinn. Við erum búin að vera saman í sjö ár og aldrei komist í frí saman áður, svo það má segja að þetta sé stór stund hjá okkur. Við ætlum að vera þarna í sex daga, við höfum aldrei komið þarna áður en heyrt margt gott um Brighton. Maðurinn minn hefur áður flogið með WOW air og fór þá líka til London“ segir Gunnhildur Blöndal sem fékk af þessu tilefni afhent gjafabréf fyrir tvo og ætla þau að skella sér til Dyflinnar næsta sumar. „Ég er mjög stoltur af því að í dag skulum við fljúga með milljónasta gestinn okkar og afar þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið bæði hér innanlands og erlendis frá fyrsta degi. Það er magnað að nú höfum við flogið með þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar frá fyrsta flugi okkar. Þessar góðu móttökur hvetja okkur svo sannarlega að halda áfram þeirri stefnu okkar að vera með nýjustu flugvélarnar á Íslandi, vera stundvísasta flugfélagið og bjóða upp á langódýrasta flugið til og frá Íslandi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Í dag mun milljónasti farþegi WOW air fljúga með félaginu en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Farþegafjöldi WOW air hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrsta flugi félagsins í maí 2012. Fyrsta árið flugu um 110 þúsund farþegar með flugfélaginu og árið 2013 flaug WOW air með um 415 þúsund farþega. Gert er ráð fyrir 60% aukningu á farþegum milli ára frá um 500 þúsund farþegum nú í ár í um 800 þúsund farþega á næsta ári. Gunnhildur Blöndal er milljónasti farþegi WOW air og flýgur nú utan seinni partinn ásamt manni sínum Björgvini Viktor Þórðarsyni. „Við erum að fljúga til London Gatwick flugvallar og erum á leiðinni til Brighton til að versla inn jólagjafirnar og njóta þess að ganga um bæinn. Við erum búin að vera saman í sjö ár og aldrei komist í frí saman áður, svo það má segja að þetta sé stór stund hjá okkur. Við ætlum að vera þarna í sex daga, við höfum aldrei komið þarna áður en heyrt margt gott um Brighton. Maðurinn minn hefur áður flogið með WOW air og fór þá líka til London“ segir Gunnhildur Blöndal sem fékk af þessu tilefni afhent gjafabréf fyrir tvo og ætla þau að skella sér til Dyflinnar næsta sumar. „Ég er mjög stoltur af því að í dag skulum við fljúga með milljónasta gestinn okkar og afar þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið bæði hér innanlands og erlendis frá fyrsta degi. Það er magnað að nú höfum við flogið með þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar frá fyrsta flugi okkar. Þessar góðu móttökur hvetja okkur svo sannarlega að halda áfram þeirri stefnu okkar að vera með nýjustu flugvélarnar á Íslandi, vera stundvísasta flugfélagið og bjóða upp á langódýrasta flugið til og frá Íslandi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira