Fjarstæðukenndar skýringar umhverfisráðherra Árni Finnsson skrifar 9. janúar 2014 06:00 Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar