Áskorun til áttunda útvarpsstjórans Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:09 Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun