Ísland og Japan: Tækifæri í jarðhita Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu. Japan nýtur þess hins vegar að óvíða er meiri gnótt jarðhita. Hann er þó vannýttur og japönsk stjórnvöld hafa nýlega ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að efla jarðhitanýtingu. Meðal annars er litið til Íslendinga og þekkingar okkar í þessu sambandi. Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, kom síðastliðið sumar til Íslands í vinnuheimsókn að kynna sér jarðhitamál og sýndi reynslu Íslendinga mikinn áhuga. Í fyrri viku var heimsókn Ishihara endurgoldin og var tækifærið notað til að ræða efld samskipti ríkjanna við hann og fleiri ráðamenn og talsmenn atvinnulífs í Japan. Í heimsókninni til Japans ávarpaði undirritaður málþing í Tókýó um möguleika á samstarfi í jarðhitamálum, sem nær 100 þátttakendur sóttu. Þar kom fram mikill áhugi á nýtingu jarðhita og mögulegu samstarfi. Japönsk fyrirtæki framleiða meirihluta af hverflum í jarðhitaverum á heimsvísu og eru framarlega í allri tækni á þessu sviði. Nýting jarðhita til rafmagnsframleiðslu er þó takmörkuð og nær engin til húshitunar. Þar liggja tækifæri fyrir okkur, því hvergi í heiminum er jafn víðtæk og fjölbreytt nýting á jarðhita og á Íslandi. Reynsla okkar þar er verðmæti.Grálúða, æðardúnn og norðurljós Viðskiptatækifæri í Japan eru ekki einungis á sviði jarðhita. Japan er annað helsta viðskiptaland Íslands utan Evrópu og þangað fara yfir 2% af útflutningi okkar að verðmæti um 12-15 milljarða króna árlega. Þar ber hæst ýmsar sjávarafurðir, sem eru 80% af útflutningi okkar til Japans, s.s. grálúða, karfi og loðnuafurðir. Líklega hefur engin þjóð ríkari og fjölbreyttari hefðir í matreiðslu sjávarfangs og Japanar og þar er mikil eftirspurn eftir hágæðafiski og hvers kyns sjávarfangi. Eftirspurn eftir íslenskri gæðavöru er þó ekki bundin við sjávarafurðir, því Japan er stærsti markaður fyrir æðardún, sem er seldur þangað fyrir um 300 milljónir króna. Japanskir ferðamenn koma til Íslands í stórauknum mæli, ekki síst á veturna, meðal annars til að sjá norðurljós. Áhugavert er að reyna að efla enn frekar samgöngur og viðskipti við Japan og kom áhugi Japana á því skýrt fram í heimsókninni. Meðal annars er áhugi á norðursiglingum, en Japan fékk á fyrra ári áheyrnaraðild í Norðurskautsráðinu. Ef siglingaleið opnast yfir norðurpólinn myndi það stytta vöruflutninga milli Yokohama og Rotterdam um 40%. Japan opnar nú í vor fullmannað sendiráð með sendiherra staðsettum í Reykjavík. Teikn um aukin samskipti Íslands og Japans eru því víða á lofti, sem er vel, því þessar tvær eyþjóðir eiga margt sameiginlegt þótt siðir og saga séu ólík og höf og heimsálfur beri í milli.Jarðhiti – lausn á heimsvísu Auk tvíhliða samskipta Íslands og Japans er áhugavert að skoða hvort ríkin geti eflt samstarf í umhverfismálum á alþjóðavettvangi, svo sem með að styrkja græn verkefni í þróunarríkjum. Mögulega geta legið tækifæri í samstarfi Japana og Íslendinga við að auka útbreiðslu jarðhitanýtingar þar, enda er víða að finna jarðvarmaver sem byggja á japanskri tækni og íslenskri þekkingu. Loftslagsvandinn er að langmestu leyti til kominn vegna bruna kola, olíu og gass til orkuframleiðslu. Endurnýjanleg orka er ekki laus við vandamál, en er þó margfalt betri lausn á heimsvísu í ljósi loftslagsváarinnar. Í jarðhitanum liggja gífurleg tækifæri. Sérfræðingur á fyrrnefndu málþingi taldi að e.t.v. væru aðeins um 6% jarðhita á heimsvísu nýtt nú. Þarna getur Ísland beitt sér til góðra verka og ekki er verra ef við getum unnið að þeim í samvinnu við Japan og önnur ríki sem vilja efla veg loftslagsvænnar orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu. Japan nýtur þess hins vegar að óvíða er meiri gnótt jarðhita. Hann er þó vannýttur og japönsk stjórnvöld hafa nýlega ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að efla jarðhitanýtingu. Meðal annars er litið til Íslendinga og þekkingar okkar í þessu sambandi. Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, kom síðastliðið sumar til Íslands í vinnuheimsókn að kynna sér jarðhitamál og sýndi reynslu Íslendinga mikinn áhuga. Í fyrri viku var heimsókn Ishihara endurgoldin og var tækifærið notað til að ræða efld samskipti ríkjanna við hann og fleiri ráðamenn og talsmenn atvinnulífs í Japan. Í heimsókninni til Japans ávarpaði undirritaður málþing í Tókýó um möguleika á samstarfi í jarðhitamálum, sem nær 100 þátttakendur sóttu. Þar kom fram mikill áhugi á nýtingu jarðhita og mögulegu samstarfi. Japönsk fyrirtæki framleiða meirihluta af hverflum í jarðhitaverum á heimsvísu og eru framarlega í allri tækni á þessu sviði. Nýting jarðhita til rafmagnsframleiðslu er þó takmörkuð og nær engin til húshitunar. Þar liggja tækifæri fyrir okkur, því hvergi í heiminum er jafn víðtæk og fjölbreytt nýting á jarðhita og á Íslandi. Reynsla okkar þar er verðmæti.Grálúða, æðardúnn og norðurljós Viðskiptatækifæri í Japan eru ekki einungis á sviði jarðhita. Japan er annað helsta viðskiptaland Íslands utan Evrópu og þangað fara yfir 2% af útflutningi okkar að verðmæti um 12-15 milljarða króna árlega. Þar ber hæst ýmsar sjávarafurðir, sem eru 80% af útflutningi okkar til Japans, s.s. grálúða, karfi og loðnuafurðir. Líklega hefur engin þjóð ríkari og fjölbreyttari hefðir í matreiðslu sjávarfangs og Japanar og þar er mikil eftirspurn eftir hágæðafiski og hvers kyns sjávarfangi. Eftirspurn eftir íslenskri gæðavöru er þó ekki bundin við sjávarafurðir, því Japan er stærsti markaður fyrir æðardún, sem er seldur þangað fyrir um 300 milljónir króna. Japanskir ferðamenn koma til Íslands í stórauknum mæli, ekki síst á veturna, meðal annars til að sjá norðurljós. Áhugavert er að reyna að efla enn frekar samgöngur og viðskipti við Japan og kom áhugi Japana á því skýrt fram í heimsókninni. Meðal annars er áhugi á norðursiglingum, en Japan fékk á fyrra ári áheyrnaraðild í Norðurskautsráðinu. Ef siglingaleið opnast yfir norðurpólinn myndi það stytta vöruflutninga milli Yokohama og Rotterdam um 40%. Japan opnar nú í vor fullmannað sendiráð með sendiherra staðsettum í Reykjavík. Teikn um aukin samskipti Íslands og Japans eru því víða á lofti, sem er vel, því þessar tvær eyþjóðir eiga margt sameiginlegt þótt siðir og saga séu ólík og höf og heimsálfur beri í milli.Jarðhiti – lausn á heimsvísu Auk tvíhliða samskipta Íslands og Japans er áhugavert að skoða hvort ríkin geti eflt samstarf í umhverfismálum á alþjóðavettvangi, svo sem með að styrkja græn verkefni í þróunarríkjum. Mögulega geta legið tækifæri í samstarfi Japana og Íslendinga við að auka útbreiðslu jarðhitanýtingar þar, enda er víða að finna jarðvarmaver sem byggja á japanskri tækni og íslenskri þekkingu. Loftslagsvandinn er að langmestu leyti til kominn vegna bruna kola, olíu og gass til orkuframleiðslu. Endurnýjanleg orka er ekki laus við vandamál, en er þó margfalt betri lausn á heimsvísu í ljósi loftslagsváarinnar. Í jarðhitanum liggja gífurleg tækifæri. Sérfræðingur á fyrrnefndu málþingi taldi að e.t.v. væru aðeins um 6% jarðhita á heimsvísu nýtt nú. Þarna getur Ísland beitt sér til góðra verka og ekki er verra ef við getum unnið að þeim í samvinnu við Japan og önnur ríki sem vilja efla veg loftslagsvænnar orku.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun