Vissi ekki hvað osteópati var Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2014 06:00 Chynna Brown í leik með Snæfelli. Vísir/Valli Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15
Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18
Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45
Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48