Ekkert nema froða Haraldur Guðmundsson skrifar 9. apríl 2014 07:15 Fyrir sirka níu árum síðan urðum við félagarnir í vinahópnum okkur úti um bjórkút og gamla bjórdælu. Úr varð ágætis partí. Þegar húsið var farið að fyllast kom í ljós að dælan virkaði ekki sem skyldi. Við áttum nóg af bjór en komum honum ekki á leiðarenda í glær plastglös gestanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengu þeir nánast ekkert annað en hnausþykka og hvíta froðu. Þetta froðupartí kom upp í hugann um daginn þegar stjórnendur Landsnets undirstrikuðu á kynningarfundi fyrirtækisins hversu mikilvægt það er að flutningskerfi raforku hér á landi verði eflt. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur út af ýmsum ástæðum ekki tekið nauðsynlegum breytingum á síðustu árum. Landsnet getur því ekki flutt raforku á milli landshluta með viðunandi hætti og fyrirtæki og íbúar víða um land eru farin að finna fyrir því. Í janúar kynnti Landsvirkjun áform um orkuskerðingu til stórnotenda sökum bágs vatnsbúskapar í lónum fyrirtækisins. Orkuskerðingin hefur nú staðið yfir í rúma tvo og hálfan mánuð og samtals kostað Landsvirkjun, Landsnet, þjóðarbúið og stórnotendur raforku milljarða. Landsvirkjun þurfti að ráðast í skerðinguna á sama tíma og næg raforka var til á kerfum Landsnets. Á Austurlandi var til orka en það var ekki hægt að koma henni til stórnotenda fyrir sunnan og því þurftu stórkaupendur, hvar sem þeir eru staddir, að þola skerðinguna. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði mun að öllum líkindum tapa yfir einum milljarði króna þrátt fyrir að vatnsstaðan í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar, hafi verið ágæt. Álframleiðandinn þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. Sama hvar við stöndum í virkjunarmálum hljótum við öll að vera sammála um að sú orka sem þegar hefur verið virkjuð, með tilheyrandi áhrifum, þarf að komast til notenda svo úr henni sé hægt að skapa verðmæti. Allt annað er vanvirðing við umhverfið og þá íbúa landsins og aðrar lífverur sem orðið hafa fyrir áhrifum af virkjunarframkvæmdum síðustu áratuga. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin og fyrirrennarar hennar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessum málum. Þegar flutningsgetan er eins takmörkuð og raun ber vitni er allt tal ráðamanna og viljayfirlýsingar um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekkert annað en hnausþykk og hvít froða.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 9. apríl 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sirka níu árum síðan urðum við félagarnir í vinahópnum okkur úti um bjórkút og gamla bjórdælu. Úr varð ágætis partí. Þegar húsið var farið að fyllast kom í ljós að dælan virkaði ekki sem skyldi. Við áttum nóg af bjór en komum honum ekki á leiðarenda í glær plastglös gestanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengu þeir nánast ekkert annað en hnausþykka og hvíta froðu. Þetta froðupartí kom upp í hugann um daginn þegar stjórnendur Landsnets undirstrikuðu á kynningarfundi fyrirtækisins hversu mikilvægt það er að flutningskerfi raforku hér á landi verði eflt. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur út af ýmsum ástæðum ekki tekið nauðsynlegum breytingum á síðustu árum. Landsnet getur því ekki flutt raforku á milli landshluta með viðunandi hætti og fyrirtæki og íbúar víða um land eru farin að finna fyrir því. Í janúar kynnti Landsvirkjun áform um orkuskerðingu til stórnotenda sökum bágs vatnsbúskapar í lónum fyrirtækisins. Orkuskerðingin hefur nú staðið yfir í rúma tvo og hálfan mánuð og samtals kostað Landsvirkjun, Landsnet, þjóðarbúið og stórnotendur raforku milljarða. Landsvirkjun þurfti að ráðast í skerðinguna á sama tíma og næg raforka var til á kerfum Landsnets. Á Austurlandi var til orka en það var ekki hægt að koma henni til stórnotenda fyrir sunnan og því þurftu stórkaupendur, hvar sem þeir eru staddir, að þola skerðinguna. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði mun að öllum líkindum tapa yfir einum milljarði króna þrátt fyrir að vatnsstaðan í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar, hafi verið ágæt. Álframleiðandinn þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. Sama hvar við stöndum í virkjunarmálum hljótum við öll að vera sammála um að sú orka sem þegar hefur verið virkjuð, með tilheyrandi áhrifum, þarf að komast til notenda svo úr henni sé hægt að skapa verðmæti. Allt annað er vanvirðing við umhverfið og þá íbúa landsins og aðrar lífverur sem orðið hafa fyrir áhrifum af virkjunarframkvæmdum síðustu áratuga. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin og fyrirrennarar hennar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessum málum. Þegar flutningsgetan er eins takmörkuð og raun ber vitni er allt tal ráðamanna og viljayfirlýsingar um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekkert annað en hnausþykk og hvít froða.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 9. apríl 2014.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun