Tilkynning til barnaverndar er beiðni um aðstoð, ekki kæra Þóra Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2014 07:00 Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar