Virkjum styrkleika í skólum Skúli Helgason skrifar 16. apríl 2014 07:00 Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun