Skýrir kostir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. apríl 2014 06:30 Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun