Leigufélag höfuðborgarsvæðisins Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. maí 2014 00:00 Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun