Nauðsynlegar sameiningar háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2014 00:00 Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar