Ísland héldi yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. maí 2014 07:00 Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, Þóra Arnórsdóttir fundarstjóri, Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ og Henrik Bendixen, sérfræðingur hjá sendinefnd ESB. Fréttablaðið/Vilhelm Sérfræðingar sem ræddu mögulega stöðu sjávarútvegs á Íslandi kæmi til aðildar landsins að ESB í gær greindi ekki á um að í þeim efnum yrði landið skilgreint sjálfstjórnarsvæði. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands útvegsmanna (LÍÚ), benti þó á að allt væri í heiminum breytingum háð og að tryggja þyrfti landinu algjör yfirráð á mjög víðtækum grunni. Auk Kolbeins veltu vöngum á málfundi sem Evrópustofa stóð fyrir í Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur í hádeginu í gær, Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans og Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þeir eru höfundar sjávarútvegskafla tveggja skýrslna sem komu út í vetur um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Gunnar skrifaði kaflann í skýrslu Hagfræðistofnunar og Bjarni Már í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskólans. Þá tók þátt í umræðum Henrik Bendixen, sérfræðingur í sjávarútvegi hjá sendinefnd ESB á Íslandi. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að ítarleg umræða færi fram um stöðu sjávarútvegsins í tengslum við mögulega aðild að ESB. Þá væri eina leiðin til að leiða fram afstöðu ESB í álitamálum að ljúka viðræðum. Hans persónulega skoðun væri hins vegar að hvað viðræðurnar sjálfar varðaði þá hafi staða mála hins vegar viljað bjagast í almennri umræðu.Ráðum meðan ekki hallar á grunngildi ESB Hann sagði sérfræðinga Evrópusambandsins hafi lítil vandkvæði getað séð á kaflanum um sjávarútvegsmál eftir ítarlega kynningu íslenskra sérfræðinga út í Brussel. Helstu vandamál annarra landa í þessum efnum hafi verið veikburða stjórnsýsla, en hér væri við lýði eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims. Augljóst væri að íslenska svæðið yrði sjálfsstjórnarsvæði og engin ástæða væri til að ætla að Evrópusambandið hefði afskipti af ákvörðunum sem hér yrðu teknar um úthlutun aflaheimilda. „Íslendingar gætu hagað sínum málum eftir eigin höfði, svo fremi sem það gengi ekki gegn grunngildum sambandsins,“ sagði hann. „Vegna þess að Ísland er ekki í ESB þá eru í sambandinu ekki til neinar reglur um hafsvæði Íslands. Ákveðið eins mikið og hægt er á meðan á viðræðum stendur til þess að þetta liggi fyrir komi að aðild.“ Kolbeinn áréttaði að nálgun LÍÚ hafi verið sú að nálgast viðræðurnar við ESB á sem uppbyggilegastan máta og vinna að því að sem hagfelldust niðurstaða fengist úr því ferli sem hafið var, færi svo að Íslendingar vildu ganga í Evrópusambandið. „Um leið hefur náttúrulega ekki verið neinn vilji hjá samtökunum til aðildar. Það er enn afstaða LÍÚ,“ sagði hann og kvað í báðum Evrópuskýrslunum, frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun, að finna rök sem leiði til þeirrar rökréttu niðurstöðu. Óþarfi sé að ganga lengra í samningum því útséð sé um það að innan ESB hefði Ísland full yfirráð yfir samningum um markaðssvæði eða um veiðar úr flökkustofnum. Við bætist svo hlutir eins og að hér sé erlend fjárfesting í sjávarútvegi óheimil, sem samrýmist ekki grunnreglum ESB. Þá færi illa saman ríkisstuðningur við sjávarútveg sem viðgengist í Evrópulöndum og kerfið sem hér er við lýði.Ráð eru til við kvótaflakki Kolbeinn sagði ljóst að aðild að Evrópusambandinu fylgdu bæði kostir og gallar og enn vægju fyrirsjáanlegir gallar þyngra en ábati sem kynni að fylgja hlutum á borð við nýjan gjaldmiðil, niðurfellingu tolla og aukinn aðgang að markaðssvæðum. Deilur um flökkustofna endurspegluðu stöðuna ágætlega, Ísland hefði engan makrílkvóta fengið hefði það verið aðili að ESB, enda ekki með veiðireynslu úr stofninum. Henrik Bendixen benti í máli sínu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virtust standa afar vel í samkeppni, en teldu þau á sig hallað vegna ríkisstuðnings annarra þá gætu þau nú þegar farið með þau umkvörtunarefni fyrir evrópudómstóla. Þá benti hann á að gengi Ísland í ESB þá myndi landið halda veiðirétti úr stofnum á borð við makríl, jafnvel þótt fiskurinn tæki upp á því að virða ekki landamæri og synti aftur út úr íslenskri lögsögu. Kvótaflakk væri svo vandamál sem önnur lönd hafi tekið á með ágætum hætti og ljóst að tryggja mætti að kvóti héldist í íslensku hagkerfi. „Svo hef ég aldrei skilið við vandamálið við erlenda fjárfestingu. Íslensk fyrirtæki fjárfesta í sjávarútvegi víða um heim og staða sjávarútvegs er svo sterk á Íslandi, svo sterk að hugaðan fjárfesti þyrfti til að ætla sér að hasla sér völl í þeim geira á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að hann hefði heldur aldrei áttað sig á því hvaða vandamál væru því tengd að útlendingar fjárfestu í sjávarútvegi hér og efldu með því atvinnuuppbyggingu. Fréttaskýringar Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Sérfræðingar sem ræddu mögulega stöðu sjávarútvegs á Íslandi kæmi til aðildar landsins að ESB í gær greindi ekki á um að í þeim efnum yrði landið skilgreint sjálfstjórnarsvæði. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands útvegsmanna (LÍÚ), benti þó á að allt væri í heiminum breytingum háð og að tryggja þyrfti landinu algjör yfirráð á mjög víðtækum grunni. Auk Kolbeins veltu vöngum á málfundi sem Evrópustofa stóð fyrir í Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur í hádeginu í gær, Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans og Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þeir eru höfundar sjávarútvegskafla tveggja skýrslna sem komu út í vetur um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Gunnar skrifaði kaflann í skýrslu Hagfræðistofnunar og Bjarni Már í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskólans. Þá tók þátt í umræðum Henrik Bendixen, sérfræðingur í sjávarútvegi hjá sendinefnd ESB á Íslandi. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að ítarleg umræða færi fram um stöðu sjávarútvegsins í tengslum við mögulega aðild að ESB. Þá væri eina leiðin til að leiða fram afstöðu ESB í álitamálum að ljúka viðræðum. Hans persónulega skoðun væri hins vegar að hvað viðræðurnar sjálfar varðaði þá hafi staða mála hins vegar viljað bjagast í almennri umræðu.Ráðum meðan ekki hallar á grunngildi ESB Hann sagði sérfræðinga Evrópusambandsins hafi lítil vandkvæði getað séð á kaflanum um sjávarútvegsmál eftir ítarlega kynningu íslenskra sérfræðinga út í Brussel. Helstu vandamál annarra landa í þessum efnum hafi verið veikburða stjórnsýsla, en hér væri við lýði eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims. Augljóst væri að íslenska svæðið yrði sjálfsstjórnarsvæði og engin ástæða væri til að ætla að Evrópusambandið hefði afskipti af ákvörðunum sem hér yrðu teknar um úthlutun aflaheimilda. „Íslendingar gætu hagað sínum málum eftir eigin höfði, svo fremi sem það gengi ekki gegn grunngildum sambandsins,“ sagði hann. „Vegna þess að Ísland er ekki í ESB þá eru í sambandinu ekki til neinar reglur um hafsvæði Íslands. Ákveðið eins mikið og hægt er á meðan á viðræðum stendur til þess að þetta liggi fyrir komi að aðild.“ Kolbeinn áréttaði að nálgun LÍÚ hafi verið sú að nálgast viðræðurnar við ESB á sem uppbyggilegastan máta og vinna að því að sem hagfelldust niðurstaða fengist úr því ferli sem hafið var, færi svo að Íslendingar vildu ganga í Evrópusambandið. „Um leið hefur náttúrulega ekki verið neinn vilji hjá samtökunum til aðildar. Það er enn afstaða LÍÚ,“ sagði hann og kvað í báðum Evrópuskýrslunum, frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun, að finna rök sem leiði til þeirrar rökréttu niðurstöðu. Óþarfi sé að ganga lengra í samningum því útséð sé um það að innan ESB hefði Ísland full yfirráð yfir samningum um markaðssvæði eða um veiðar úr flökkustofnum. Við bætist svo hlutir eins og að hér sé erlend fjárfesting í sjávarútvegi óheimil, sem samrýmist ekki grunnreglum ESB. Þá færi illa saman ríkisstuðningur við sjávarútveg sem viðgengist í Evrópulöndum og kerfið sem hér er við lýði.Ráð eru til við kvótaflakki Kolbeinn sagði ljóst að aðild að Evrópusambandinu fylgdu bæði kostir og gallar og enn vægju fyrirsjáanlegir gallar þyngra en ábati sem kynni að fylgja hlutum á borð við nýjan gjaldmiðil, niðurfellingu tolla og aukinn aðgang að markaðssvæðum. Deilur um flökkustofna endurspegluðu stöðuna ágætlega, Ísland hefði engan makrílkvóta fengið hefði það verið aðili að ESB, enda ekki með veiðireynslu úr stofninum. Henrik Bendixen benti í máli sínu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virtust standa afar vel í samkeppni, en teldu þau á sig hallað vegna ríkisstuðnings annarra þá gætu þau nú þegar farið með þau umkvörtunarefni fyrir evrópudómstóla. Þá benti hann á að gengi Ísland í ESB þá myndi landið halda veiðirétti úr stofnum á borð við makríl, jafnvel þótt fiskurinn tæki upp á því að virða ekki landamæri og synti aftur út úr íslenskri lögsögu. Kvótaflakk væri svo vandamál sem önnur lönd hafi tekið á með ágætum hætti og ljóst að tryggja mætti að kvóti héldist í íslensku hagkerfi. „Svo hef ég aldrei skilið við vandamálið við erlenda fjárfestingu. Íslensk fyrirtæki fjárfesta í sjávarútvegi víða um heim og staða sjávarútvegs er svo sterk á Íslandi, svo sterk að hugaðan fjárfesti þyrfti til að ætla sér að hasla sér völl í þeim geira á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að hann hefði heldur aldrei áttað sig á því hvaða vandamál væru því tengd að útlendingar fjárfestu í sjávarútvegi hér og efldu með því atvinnuuppbyggingu.
Fréttaskýringar Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira