Viðbrögð við stórtækum breytingum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. maí 2014 07:00 Áform Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi og færa alla starfsemina til Grindavíkur eru að líkindum toppurinn á ísjaka sem er næsta hagræðingarhrina í íslenzkum sjávarútvegi. Í tveimur fréttaskýringum í Fréttablaðinu fyrr í vikunni var fjallað um líklega þróun á næstu árum. Því er spáð að þörf fyrir mannskap í sjávarútveginum minnki eða breytist að minnsta kosti; þannig segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenzka sjávarklasans, að líkast til muni hluti mannaflans á fiskiskipum færast yfir á olíuleitar- og þjónustuskip, en fiskvinnslufólk færa sig yfir í fiskeldi eða fullvinnslu. Útgerðum muni fækka, en engu að síður muni útgerðarfyrirtæki á heimsmælikvarða verða á ýmsum stöðum á landinu og þar muni byggð og atvinnustarfsemi blómstra. „Þetta eru eðlilegar breytingar sem verða að fá að eiga sér stað að mínu mati,“ segir Þór og telur að ríkið eigi ekki að reyna að hafa áhrif á þróunina. Það er ein forsenda þess að íslenzkur sjávarútvegur verði áfram hagkvæm og öflug útflutningsatvinnugrein að framsal á kvóta verði frjálst, þannig að fiskurinn sé veiddur og unninn hjá þeim fyrirtækjum sem gera það með hagkvæmustum hætti. Hugmyndir um að binda kvótann við einstök byggðarlög, eins og hafa komið upp enn einu sinni í umræðunum um skipulagsbreytingar Vísis hf., myndu þýða minni hagkvæmni, minni verðmætasköpun og á endanum minni vinnu fyrir samfélagið í heild. Samt er það rétt sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í umfjöllun Fréttablaðsins, að látið var undir höfuð leggjast að gera rækilega úttekt á áhrifum kvótakerfisins á byggða- og samfélagsþróun í landinu þegar því var komið á. Afleiðingarnar virðast að einhverju leyti koma stjórnvöldum á óvart; samt liggur í augum uppi að kerfið auðveldar hagræðingu og sameiningu fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er líka krafan vegna harðari samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Spurningin er hvernig eigi að bregðast við. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, er þeirrar skoðunar að núverandi byggðaaðgerðir í fiskveiðistjórnunarkerfinu; byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar og annað slíkt, dugi skammt. Hann leggur til eins konar millileið um að afnema þessa „potta“ en binda hluta kvótans í staðinn við landshluta, þar sem framsal yrði frjálst innan svæðisins og þar með viðurkennt að ekki sé raunhæft að fiskvinnsla verði rekin á öllum stöðum þar sem hún er nú, en fólk gæti sótt atvinnu til öflugra útgerðar- og vinnslufyrirtækja á svæðinu. Þetta er hugmynd sem sjálfsagt er að sé skoðuð rækilega með tilliti til þess hvaða áhrif hún myndi hafa á hagkvæmni og alþjóðlega samkeppnisfærni sjávarútvegsins. Líkleg niðurstaða af því er reyndar að þau áhrif séu neikvæð. Sennilega er tímabært að horfast í augu við að það munu ekki allir staðir, sem í dag lifa á sjávarútvegi, gera það til langframa. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda eiga þá fremur að snúast um að byggja þar upp arðbæran rekstur af öðru tagi, til dæmis í ferðaþjónustu, en að streitast áfram við af veikum mætti að viðhalda útgerð og vinnslu á öllum stöðum þar sem hún er stunduð í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Áform Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi og færa alla starfsemina til Grindavíkur eru að líkindum toppurinn á ísjaka sem er næsta hagræðingarhrina í íslenzkum sjávarútvegi. Í tveimur fréttaskýringum í Fréttablaðinu fyrr í vikunni var fjallað um líklega þróun á næstu árum. Því er spáð að þörf fyrir mannskap í sjávarútveginum minnki eða breytist að minnsta kosti; þannig segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenzka sjávarklasans, að líkast til muni hluti mannaflans á fiskiskipum færast yfir á olíuleitar- og þjónustuskip, en fiskvinnslufólk færa sig yfir í fiskeldi eða fullvinnslu. Útgerðum muni fækka, en engu að síður muni útgerðarfyrirtæki á heimsmælikvarða verða á ýmsum stöðum á landinu og þar muni byggð og atvinnustarfsemi blómstra. „Þetta eru eðlilegar breytingar sem verða að fá að eiga sér stað að mínu mati,“ segir Þór og telur að ríkið eigi ekki að reyna að hafa áhrif á þróunina. Það er ein forsenda þess að íslenzkur sjávarútvegur verði áfram hagkvæm og öflug útflutningsatvinnugrein að framsal á kvóta verði frjálst, þannig að fiskurinn sé veiddur og unninn hjá þeim fyrirtækjum sem gera það með hagkvæmustum hætti. Hugmyndir um að binda kvótann við einstök byggðarlög, eins og hafa komið upp enn einu sinni í umræðunum um skipulagsbreytingar Vísis hf., myndu þýða minni hagkvæmni, minni verðmætasköpun og á endanum minni vinnu fyrir samfélagið í heild. Samt er það rétt sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í umfjöllun Fréttablaðsins, að látið var undir höfuð leggjast að gera rækilega úttekt á áhrifum kvótakerfisins á byggða- og samfélagsþróun í landinu þegar því var komið á. Afleiðingarnar virðast að einhverju leyti koma stjórnvöldum á óvart; samt liggur í augum uppi að kerfið auðveldar hagræðingu og sameiningu fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er líka krafan vegna harðari samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Spurningin er hvernig eigi að bregðast við. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, er þeirrar skoðunar að núverandi byggðaaðgerðir í fiskveiðistjórnunarkerfinu; byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar og annað slíkt, dugi skammt. Hann leggur til eins konar millileið um að afnema þessa „potta“ en binda hluta kvótans í staðinn við landshluta, þar sem framsal yrði frjálst innan svæðisins og þar með viðurkennt að ekki sé raunhæft að fiskvinnsla verði rekin á öllum stöðum þar sem hún er nú, en fólk gæti sótt atvinnu til öflugra útgerðar- og vinnslufyrirtækja á svæðinu. Þetta er hugmynd sem sjálfsagt er að sé skoðuð rækilega með tilliti til þess hvaða áhrif hún myndi hafa á hagkvæmni og alþjóðlega samkeppnisfærni sjávarútvegsins. Líkleg niðurstaða af því er reyndar að þau áhrif séu neikvæð. Sennilega er tímabært að horfast í augu við að það munu ekki allir staðir, sem í dag lifa á sjávarútvegi, gera það til langframa. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda eiga þá fremur að snúast um að byggja þar upp arðbæran rekstur af öðru tagi, til dæmis í ferðaþjónustu, en að streitast áfram við af veikum mætti að viðhalda útgerð og vinnslu á öllum stöðum þar sem hún er stunduð í dag.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun