Sjávarfang, þúfa, sólarkísill Hjálmar Sveinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar