Dauðarefsingar og hvalveiðar Mikael Torfason skrifar 20. júní 2014 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Facebook í gær að honum þætti undarlegt að þjóð sem gengi illa að aflífa fanga væri að gagnrýna Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tilefnið var að Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt veiðar okkar Íslendinga á langreyði og Barack Obama hefur sagst vilja endurskoða tvíhliða samstarf þjóðanna. Þá kom í ljós í síðustu viku að við fáum ekki að vera með á ráðstefnunni Our Ocean sem Bandaríkjastjórn stendur fyrir. Ástæðan? Jú, hvalveiðar Íslendinga. Jæja, efnislega má eflaust gagnrýna þá ákvörðun Bandaríkjamanna að vilja ekkert með Íslendinga hafa á ráðstefnu á sínum vegum. En við megum nú vera algerlega rökþrota ef við ætlum að blanda óskyldum fyrirbærum saman. Dauðarefsingar eru eitt og hvalveiðar annað. En jú, kannski er með góðum vilja hægt að fagna því ef Bjarni ætlar að vera talsmaður mannréttinda í heiminum og vilji hann segja Bandaríkjamönnum til syndanna á hann auðvitað að gera það. En það er verulega óskynsamlegt að halda því fram að Bandaríkjamenn eigi ekkert með að gagnrýna hvalveiðar okkar því þeim gangi svo illa að „aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi“, svo að vitnað sé í orð Bjarna sjálfs á Facebook. Við gerum flest meiri kröfur til æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það má vel færa rök fyrir hvalveiðum Íslendinga og halda því fram að við sem veiðisamfélag eigum erfitt með að horfa á tilfinningaleg rök í þessu samhengi. Hér á landi finnst mörgum að það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að drepa okkar hval sem er að sögn ekki í útrýmingarhættu. Þetta gæti jafnvel talist til grundvallarmannréttinda á Íslandi en heimurinn er ekki að hlusta á þessi rök og það er mjög ólíklegt að innlegg Bjarna Benediktssonar verði til þess að hlustað verði á skynsamleg rök Íslendinga. Að þessu sögðu þá getum við ekki lengur neitað að horfast í augu við þá staðreynd að hvalveiðar stórskaða hagsmuni Íslendinga á alþjóðavettvangi. Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi hafa mótmælt veiðunum og sagt þær valda iðnaði sem veltir hundruðum milljarða á ári miklu tjóni. Stór hluti ferðamanna sem koma til Íslands fer í hvalaskoðun og við höfum miklu meira upp úr því að sýna ferðafólki hval en að lofa Kristjáni Loftssyni og félögum að drepa hann. Þeir geta ekki einu sinni selt hvalkjötið erlendis og skaða með veiðunum markaði fyrir aðrar íslenskar sjávarafurðir. Eina skynsamlega niðurstaðan er að við Íslendingar hættum að láta stjórnast af tilfinningum þegar kemur að hvalveiðum. Við getum ekki fórnað meiri hagsmunum fyrir minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Facebook í gær að honum þætti undarlegt að þjóð sem gengi illa að aflífa fanga væri að gagnrýna Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tilefnið var að Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt veiðar okkar Íslendinga á langreyði og Barack Obama hefur sagst vilja endurskoða tvíhliða samstarf þjóðanna. Þá kom í ljós í síðustu viku að við fáum ekki að vera með á ráðstefnunni Our Ocean sem Bandaríkjastjórn stendur fyrir. Ástæðan? Jú, hvalveiðar Íslendinga. Jæja, efnislega má eflaust gagnrýna þá ákvörðun Bandaríkjamanna að vilja ekkert með Íslendinga hafa á ráðstefnu á sínum vegum. En við megum nú vera algerlega rökþrota ef við ætlum að blanda óskyldum fyrirbærum saman. Dauðarefsingar eru eitt og hvalveiðar annað. En jú, kannski er með góðum vilja hægt að fagna því ef Bjarni ætlar að vera talsmaður mannréttinda í heiminum og vilji hann segja Bandaríkjamönnum til syndanna á hann auðvitað að gera það. En það er verulega óskynsamlegt að halda því fram að Bandaríkjamenn eigi ekkert með að gagnrýna hvalveiðar okkar því þeim gangi svo illa að „aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi“, svo að vitnað sé í orð Bjarna sjálfs á Facebook. Við gerum flest meiri kröfur til æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það má vel færa rök fyrir hvalveiðum Íslendinga og halda því fram að við sem veiðisamfélag eigum erfitt með að horfa á tilfinningaleg rök í þessu samhengi. Hér á landi finnst mörgum að það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að drepa okkar hval sem er að sögn ekki í útrýmingarhættu. Þetta gæti jafnvel talist til grundvallarmannréttinda á Íslandi en heimurinn er ekki að hlusta á þessi rök og það er mjög ólíklegt að innlegg Bjarna Benediktssonar verði til þess að hlustað verði á skynsamleg rök Íslendinga. Að þessu sögðu þá getum við ekki lengur neitað að horfast í augu við þá staðreynd að hvalveiðar stórskaða hagsmuni Íslendinga á alþjóðavettvangi. Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi hafa mótmælt veiðunum og sagt þær valda iðnaði sem veltir hundruðum milljarða á ári miklu tjóni. Stór hluti ferðamanna sem koma til Íslands fer í hvalaskoðun og við höfum miklu meira upp úr því að sýna ferðafólki hval en að lofa Kristjáni Loftssyni og félögum að drepa hann. Þeir geta ekki einu sinni selt hvalkjötið erlendis og skaða með veiðunum markaði fyrir aðrar íslenskar sjávarafurðir. Eina skynsamlega niðurstaðan er að við Íslendingar hættum að láta stjórnast af tilfinningum þegar kemur að hvalveiðum. Við getum ekki fórnað meiri hagsmunum fyrir minni.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun