Áróður íþróttafélaga bannaður Mikael Torfason skrifar 12. júlí 2014 07:00 Svo vanhugsaðar voru reglur um samskipti skóla og svonefndra lífsskoðunarfélaga að upphaflega stóð til að banna jólaföndur í grunnskólum Reykjavíkurborgar ásamt öllu öðru er gæti tengst trúaráróðri. Bann við jólaföndri gekk reyndar ekki eftir en árið 2011 samþykkti borgarráð tillögur mannréttindasviðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Við þekkjum öll umræðuna sem spratt upp í tengslum við þessar reglur. Gídeonfélagið má ekki lengur gefa tíu ára börnum Nýja testamentið og í sumum skólum mega krakkar jú alveg fara í kirkju og syngja sálma en þau mega ekki biðja bænir. En þau mega samt fá frí til að fara í fermingarfræðslu og prestar hafa leyfi til að sinna áfallahjálp í skólum. Ekki er öll vitleysan eins og sitt sýnist hverjum en þessar reglur snerta ekki eingöngu samskipti trúfélaga og skóla heldur einnig íþróttafélaga. Já, íþróttafélög mega ekki lengur kynna starfsemi sína í skólum og hefur þetta bann komið verulega niður á starfi íþróttafélaga eins og kemur fram hjá Þóri Haraldssyni, framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, í Fréttablaðinu í dag: „Bann við kynningu á starfsemi íþróttafélaga í skólum er mjög bagalegt, sérstaklega í hverfishlutum þar sem hátt hlutfall foreldra er ekki með íslensku sem móðurmál. Margir foreldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði,“ segir Þór en tilefni ummæla hans er að íbúar í Fella- og Hólahverfi nýta frístundakort í mun minna mæli en gert er í öðrum hverfum. Tekið hefur verið upp það ráð að bjóða upp á ókeypis íþróttaæfingar fyrir börn og unglinga síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum við Fellaskóla. Til að kynna fyrir krökkunum í hverfinu alla þá möguleika sem í boði eru. Eva Dögg Guðmundsdóttir stýrir verkefninu en hún segir að nýting á frístundakorti í póstnúmerinu 111 sé í kringum 60 prósent sem er lítið en í sumum hverfum er nýtingin allt að 90 prósent. Til að auglýsa íþróttaæfingarnar var dreift plakötum á fjórum tungumálum í um 130 stigaganga og segir Eva Dögg að fyrrnefndar reglur „sem banna kynningu á frístundastarfi í skólum ekki hafa greitt götu þessa verkefnis“. Áður en þessi gallaða reglugerð tók gildi var gott samstarf milli íþróttafélaga og skóla í Reykjavík. Það samstarf er auðvitað ekki svipur hjá sjón í dag. Það góða fólk sem sat í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili og þeir borgarfulltrúar sem samþykktu tillögurnar hafa líklega meint vel. Hugmyndin að baki reglunum hefur væntanlega verið að bola prestum Þjóðkirkjunnar og Gídeonfélaginu úr leik- og grunnskólum. Að baki slíku liggur viljinn til að tryggja rétt minnihlutans því þótt níu af hverjum tíu Íslendingum séu kristnir þurfum við að alltaf að virða rétt hinna sem eru það ekki. En það er augljóst að þessar reglur eru vitlausar og illa ígrundaðar og í ljósi reynslunnar af þeim þarf að endurskoða þær hið snarasta, ef ekki henda þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun
Svo vanhugsaðar voru reglur um samskipti skóla og svonefndra lífsskoðunarfélaga að upphaflega stóð til að banna jólaföndur í grunnskólum Reykjavíkurborgar ásamt öllu öðru er gæti tengst trúaráróðri. Bann við jólaföndri gekk reyndar ekki eftir en árið 2011 samþykkti borgarráð tillögur mannréttindasviðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Við þekkjum öll umræðuna sem spratt upp í tengslum við þessar reglur. Gídeonfélagið má ekki lengur gefa tíu ára börnum Nýja testamentið og í sumum skólum mega krakkar jú alveg fara í kirkju og syngja sálma en þau mega ekki biðja bænir. En þau mega samt fá frí til að fara í fermingarfræðslu og prestar hafa leyfi til að sinna áfallahjálp í skólum. Ekki er öll vitleysan eins og sitt sýnist hverjum en þessar reglur snerta ekki eingöngu samskipti trúfélaga og skóla heldur einnig íþróttafélaga. Já, íþróttafélög mega ekki lengur kynna starfsemi sína í skólum og hefur þetta bann komið verulega niður á starfi íþróttafélaga eins og kemur fram hjá Þóri Haraldssyni, framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, í Fréttablaðinu í dag: „Bann við kynningu á starfsemi íþróttafélaga í skólum er mjög bagalegt, sérstaklega í hverfishlutum þar sem hátt hlutfall foreldra er ekki með íslensku sem móðurmál. Margir foreldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði,“ segir Þór en tilefni ummæla hans er að íbúar í Fella- og Hólahverfi nýta frístundakort í mun minna mæli en gert er í öðrum hverfum. Tekið hefur verið upp það ráð að bjóða upp á ókeypis íþróttaæfingar fyrir börn og unglinga síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum við Fellaskóla. Til að kynna fyrir krökkunum í hverfinu alla þá möguleika sem í boði eru. Eva Dögg Guðmundsdóttir stýrir verkefninu en hún segir að nýting á frístundakorti í póstnúmerinu 111 sé í kringum 60 prósent sem er lítið en í sumum hverfum er nýtingin allt að 90 prósent. Til að auglýsa íþróttaæfingarnar var dreift plakötum á fjórum tungumálum í um 130 stigaganga og segir Eva Dögg að fyrrnefndar reglur „sem banna kynningu á frístundastarfi í skólum ekki hafa greitt götu þessa verkefnis“. Áður en þessi gallaða reglugerð tók gildi var gott samstarf milli íþróttafélaga og skóla í Reykjavík. Það samstarf er auðvitað ekki svipur hjá sjón í dag. Það góða fólk sem sat í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili og þeir borgarfulltrúar sem samþykktu tillögurnar hafa líklega meint vel. Hugmyndin að baki reglunum hefur væntanlega verið að bola prestum Þjóðkirkjunnar og Gídeonfélaginu úr leik- og grunnskólum. Að baki slíku liggur viljinn til að tryggja rétt minnihlutans því þótt níu af hverjum tíu Íslendingum séu kristnir þurfum við að alltaf að virða rétt hinna sem eru það ekki. En það er augljóst að þessar reglur eru vitlausar og illa ígrundaðar og í ljósi reynslunnar af þeim þarf að endurskoða þær hið snarasta, ef ekki henda þeim.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun