Óleysanleg deila um landsvæði Freyr Bjarnason skrifar 26. júlí 2014 12:45 Ísraelskur skriðdreki af Merkava gerð. Nordicphotos/AFP Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC Gasa Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC
Gasa Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira