Óleysanleg deila um landsvæði Freyr Bjarnason skrifar 26. júlí 2014 12:45 Ísraelskur skriðdreki af Merkava gerð. Nordicphotos/AFP Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC Gasa Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC
Gasa Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira