Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. nóvember 2025 21:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með Viktori Orbán forsætisráðherra Ungverjalands í Hvíta húsinu í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. Trump nýtti tækifærið og bað leiðtoga Evrópu um að sýna Orbán meiri virðingu en hann hefur lengi att þrái við helstu leiðtoga Evrópusambandsins vegna stefnu sinnar hvað varðar innflytjendur, sjálfstæði dómstóla frá ríkisvaldinu. Orbán og Trump hafa alltaf átt mjög gott samband sem og Orbán og Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Guardian greinir frá. Í dag fór fram fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því að Donald Trump við embætti forseta í annað sinn. Hann jós lofi yfir ungverska starfsbróður sinn og barmaði sér yfir þeirri stöðu sem viðskiptatálmar á rússneska olíu hefur komið Ungverjum í. Lofræður á báða bóga Aðspurður sagðist Trump íhuga undanþágu. „Við erum að skoða það vegna þess að það er mjög erfitt fyrir [Orbán] að ná í olíu og jarðgas annars staðar frá. Þetta er stórt land en þeir eru ekki með aðgang að hafinu. Þeir eiga engar hafnir, þannig að þetta er snúið vandamál,“ sagði Bandaríkjaforseti. Viktor Orbán hefur verið talsmaður þess að annar fundur Trump og Pútín fari fram. Sá fyrri leiddi fátt annað af sér en tækifæri fyrir Pútín að ganga rauða dregilinn og flytja ræðu. Engir samningar náðust og þolinmæði Trump gagnvart Pútín Rússlandsforseta hóf að þverra í kjölfarið. Bandaríkin beittu tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft og Lukoil, viðskiptaþvingunum í síðasta mánuði en þau hafa haldið áfram olíuflutningum til Ungverjalands sem er mjög háð rússnesku eldsneyti. Ljóst var af lofræðunni sem Orbán flutti Trump við upphaf fundarins að honum var alvara að ná þessu markmiði sínu enda stendur hann frammi fyrir kosningum á næsta leyti. „Við erum hingað komnir til að hefja nýjan kafla í tvíhliða sambandi Bandaríkjanna og Ungverjalands, í grunninn vegna þess að á meðan demókratar voru við völd var hér öllu hagrætt,“ sagði hann og vísaði þar til samsæriskenninga um að demókratar hafi unnið forsetakosningarnar 2020 með stórfelldu svindli. Hrósuðu hvor öðrum fyrir kynþáttafordóma Donald Trump hélt því svo ranglega fram að innflytjendum fylgdi stórfelld aukning í glæpatíðni. „Lítið á það sem hefur gerst í Evrópu með innflytjendurna. Fólk streymir inn í Evrópu,“ sagði hann en tók síðan upp talsvert kynþáttamiðaðri málflutning. „Maður fer til sumra landa, þau eru óþekkjanleg núna vegna þess sem þau hafa gert. En Ungverjaland er mjög auðþekkjanlegt,“ sagði Donald Trump. Ungverjaland Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Viðskiptaþvinganir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Trump nýtti tækifærið og bað leiðtoga Evrópu um að sýna Orbán meiri virðingu en hann hefur lengi att þrái við helstu leiðtoga Evrópusambandsins vegna stefnu sinnar hvað varðar innflytjendur, sjálfstæði dómstóla frá ríkisvaldinu. Orbán og Trump hafa alltaf átt mjög gott samband sem og Orbán og Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Guardian greinir frá. Í dag fór fram fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því að Donald Trump við embætti forseta í annað sinn. Hann jós lofi yfir ungverska starfsbróður sinn og barmaði sér yfir þeirri stöðu sem viðskiptatálmar á rússneska olíu hefur komið Ungverjum í. Lofræður á báða bóga Aðspurður sagðist Trump íhuga undanþágu. „Við erum að skoða það vegna þess að það er mjög erfitt fyrir [Orbán] að ná í olíu og jarðgas annars staðar frá. Þetta er stórt land en þeir eru ekki með aðgang að hafinu. Þeir eiga engar hafnir, þannig að þetta er snúið vandamál,“ sagði Bandaríkjaforseti. Viktor Orbán hefur verið talsmaður þess að annar fundur Trump og Pútín fari fram. Sá fyrri leiddi fátt annað af sér en tækifæri fyrir Pútín að ganga rauða dregilinn og flytja ræðu. Engir samningar náðust og þolinmæði Trump gagnvart Pútín Rússlandsforseta hóf að þverra í kjölfarið. Bandaríkin beittu tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft og Lukoil, viðskiptaþvingunum í síðasta mánuði en þau hafa haldið áfram olíuflutningum til Ungverjalands sem er mjög háð rússnesku eldsneyti. Ljóst var af lofræðunni sem Orbán flutti Trump við upphaf fundarins að honum var alvara að ná þessu markmiði sínu enda stendur hann frammi fyrir kosningum á næsta leyti. „Við erum hingað komnir til að hefja nýjan kafla í tvíhliða sambandi Bandaríkjanna og Ungverjalands, í grunninn vegna þess að á meðan demókratar voru við völd var hér öllu hagrætt,“ sagði hann og vísaði þar til samsæriskenninga um að demókratar hafi unnið forsetakosningarnar 2020 með stórfelldu svindli. Hrósuðu hvor öðrum fyrir kynþáttafordóma Donald Trump hélt því svo ranglega fram að innflytjendum fylgdi stórfelld aukning í glæpatíðni. „Lítið á það sem hefur gerst í Evrópu með innflytjendurna. Fólk streymir inn í Evrópu,“ sagði hann en tók síðan upp talsvert kynþáttamiðaðri málflutning. „Maður fer til sumra landa, þau eru óþekkjanleg núna vegna þess sem þau hafa gert. En Ungverjaland er mjög auðþekkjanlegt,“ sagði Donald Trump.
Ungverjaland Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Viðskiptaþvinganir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira