Vona að fólk nýti tækifærið og skelli sér á völlinn tvo daga í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. Fréttablaðið/valli Freyr Alexandersson tilkynnti í gær íslenska hópinn sem mætir Dönum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli 21. ágúst. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið, en Ísland þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru í 3. riðli undankeppninnar til að eygja von um að komast í umspil um sæti á HM. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir verða ekki með vegna meiðsla, en 15 af 20 leikmönnum í hópnum leika í Pepsi-deildinni. Ísland og Danmörk skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum en Freyr segir að íslenska landsliðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum á Laugardalsvellinum, en þetta verður í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á íslenskri grundu. En hvað þarf Ísland að gera til að vinna leikinn? „Við þurfum að undirbúa okkur vel og ná upp góðri stemmningu innan liðsins og svo þurfum við að fá fólk á völlinn,“ sagði Freyr og bætti við: „Við þurfum að hafa varnarleikinn í lagi, pressa á réttum stöðum og reyna að vinna boltann framarlega á vellinum eins og oft og við getum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Leikur Stjörnunnar og Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar fer fram daginn áður á Laugardalsvellinum. Freyr segir að sá leikur muni eflaust fá mikla athygli, en vonast þó að áhorfendur muni mæta vel á leikinn gegn Dönum. „Við fáum risastóra leiki í Laugardalnum tvo daga í röð. Það er ekki mikið eftir af sumrinu og ég vona að fólk nýti tækifærið og sjái báða leikina.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Freyr Alexandersson tilkynnti í gær íslenska hópinn sem mætir Dönum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli 21. ágúst. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið, en Ísland þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru í 3. riðli undankeppninnar til að eygja von um að komast í umspil um sæti á HM. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir verða ekki með vegna meiðsla, en 15 af 20 leikmönnum í hópnum leika í Pepsi-deildinni. Ísland og Danmörk skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum en Freyr segir að íslenska landsliðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum á Laugardalsvellinum, en þetta verður í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á íslenskri grundu. En hvað þarf Ísland að gera til að vinna leikinn? „Við þurfum að undirbúa okkur vel og ná upp góðri stemmningu innan liðsins og svo þurfum við að fá fólk á völlinn,“ sagði Freyr og bætti við: „Við þurfum að hafa varnarleikinn í lagi, pressa á réttum stöðum og reyna að vinna boltann framarlega á vellinum eins og oft og við getum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Leikur Stjörnunnar og Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar fer fram daginn áður á Laugardalsvellinum. Freyr segir að sá leikur muni eflaust fá mikla athygli, en vonast þó að áhorfendur muni mæta vel á leikinn gegn Dönum. „Við fáum risastóra leiki í Laugardalnum tvo daga í röð. Það er ekki mikið eftir af sumrinu og ég vona að fólk nýti tækifærið og sjái báða leikina.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira