Ertu þá farin? Farin frá mér? Sara McMahon skrifar 19. ágúst 2014 09:15 Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudagshefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegnum tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. Að kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablikið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auðvitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vísinda. Ég var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. Égflutti svo til Austurríkis á því herrans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN-spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djammmynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. Ég mun vissulega sakna sunnudagssamverunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudagshefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegnum tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. Að kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablikið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auðvitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vísinda. Ég var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. Égflutti svo til Austurríkis á því herrans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN-spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djammmynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. Ég mun vissulega sakna sunnudagssamverunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun