Íris fékk á sig færri mörk en landsliðsmarkvörðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2014 00:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir. Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira