Höfuðstaður Norðurlands Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 11. september 2014 07:00 Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Eiríkur Björn Björgvinsson Akureyri Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun