Skil sátt við landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2014 07:00 Þóra er að kveðja. fréttablaðið/stefán Þrátt fyrir að draumurinn um sæti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada sé úti var létt yfir stelpunum okkar á æfingu í gær. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði töluverðar breytingar á leikmannahópnum og gaf yngri leikmönnum tækifæri. Greinilegt að hann er byrjaður að hugsa til framtíðar en leikmennirnir vita að leikirnir gegn Ísrael á morgun og Serbíu á miðvikudag skipta máli. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum má þó sjá reynslumikla leikmenn á borð við Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem hafa leikið 106 leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir að stemmingin í hópnum sé mjög góð fyrir leikina. „Stemmingin er mjög góð, við erum að vinna okkur upp úr vonbrigðunum eftir síðasta leik en það gengur vel og einbeiting liðsins er á næsta verkefni sem er undankeppni EM. Markmiðið er að halda áfram að byggja upp leik liðsins og við þurfum sex stig til þess að halda sæti okkar á styrkleikalistanum,“ sagði Þóra sem vonast til þess að næsta kynslóð sé tilbúin að taka við keflinu. „Freyr mun gera breytingar á byrjunarliðinu og það munu koma stelpur inn sem vilja sýna og sanna fyrir næstu verkefni. Það er alltaf hvatning að spila fyrir landsliðið og þær koma með kraft og jákvæðni inn í þetta. Þær eru ekki lengur ungar heldur eru þær tilbúnar að fara að taka við landsliðinu af okkur reynslumeiri leikmönnunum. Ég hef fulla trú á því að þær séu tilbúnar til þess.“fréttablaðið/stefánKaflaskipti hjá liðinu Þóra hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna en hún gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta eftir að íslenska tímabilinu lýkur. „Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta eru síðustu landsleikirnir mínir. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar en ég er ánægð að hafa tekið þetta skref. Ég hef átt margar góðar stundir með landsliðinu, kynnst frábæru fólki og skil sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar landsliðsþjálfaranum vel söguna. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem gæti breytt skoðun minni en hann virti ákvörðun mína þegar hann sá hversu ákveðin ég var. Hann skilur þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun.“ Þóra átti erfitt með að velja hápunkt landsliðsferilsins eftir sextán ár með landsliðinu. „Stórmótin standa upp úr, þau voru frábær og bæði á sinn hátt. Svo er gaman að sjá bætinginuna á landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið hefur tekið stöðugum framförum ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna er að koma ákveðin kynslóðarskipti. Ég hef fulla trú á því að þessar stelpur taki við keflinu af okkur eldri leikmönnunum,“ sagði Þóra sem gerði ekki ráð fyrir að taka annað tímabil með Fylki. „Ég held ekki en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Þóra sem var ekki viss hvort hana myndi klæja í fingurna næsta vor. „Það gæti verið, þá verð ég bara að tækla það þegar að því kemur.“Erum búin að sleikja sárin Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að leikmenn liðsins séu búnir að ná sér eftir tapið gegn Danmörku á dögunum. „Við erum búin að sleikja sárin eftir tapið. Við vildum fá miklu meira út úr leiknum því hann spilaðist bara eins og við vildum. Við þurfum að komast yfir hann og vonandi náum við því með sigri hér á morgun,“ sagði Freyr sem ætlar að gera breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins. „Þær sem eru að koma nýjar inn og þær sem eru að koma inn eftir meiðsli eru auðvitað hungraðar. Það verða engar róttækar breytingar en það verða einhverjar.“ Um er að ræða ómetanlegan undirbúning fyrir næstu undankeppni að mati þjálfarans enda leikur liðið sjaldan æfingaleiki. „Við fáum ekki marga æfingaleiki og því er þetta gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2017. Þessir leikmenn sem ég tek inn í þennan hóp þurfa að sýna hvað þær geta. Ég veit hvað hinar hafa fram að færa og þetta er kjörið tækifæri til þess að skoða hvað aðrir leikmenn hafa fram að færa til liðsins,“ sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Þrátt fyrir að draumurinn um sæti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada sé úti var létt yfir stelpunum okkar á æfingu í gær. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði töluverðar breytingar á leikmannahópnum og gaf yngri leikmönnum tækifæri. Greinilegt að hann er byrjaður að hugsa til framtíðar en leikmennirnir vita að leikirnir gegn Ísrael á morgun og Serbíu á miðvikudag skipta máli. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum má þó sjá reynslumikla leikmenn á borð við Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem hafa leikið 106 leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir að stemmingin í hópnum sé mjög góð fyrir leikina. „Stemmingin er mjög góð, við erum að vinna okkur upp úr vonbrigðunum eftir síðasta leik en það gengur vel og einbeiting liðsins er á næsta verkefni sem er undankeppni EM. Markmiðið er að halda áfram að byggja upp leik liðsins og við þurfum sex stig til þess að halda sæti okkar á styrkleikalistanum,“ sagði Þóra sem vonast til þess að næsta kynslóð sé tilbúin að taka við keflinu. „Freyr mun gera breytingar á byrjunarliðinu og það munu koma stelpur inn sem vilja sýna og sanna fyrir næstu verkefni. Það er alltaf hvatning að spila fyrir landsliðið og þær koma með kraft og jákvæðni inn í þetta. Þær eru ekki lengur ungar heldur eru þær tilbúnar að fara að taka við landsliðinu af okkur reynslumeiri leikmönnunum. Ég hef fulla trú á því að þær séu tilbúnar til þess.“fréttablaðið/stefánKaflaskipti hjá liðinu Þóra hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna en hún gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta eftir að íslenska tímabilinu lýkur. „Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta eru síðustu landsleikirnir mínir. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar en ég er ánægð að hafa tekið þetta skref. Ég hef átt margar góðar stundir með landsliðinu, kynnst frábæru fólki og skil sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar landsliðsþjálfaranum vel söguna. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem gæti breytt skoðun minni en hann virti ákvörðun mína þegar hann sá hversu ákveðin ég var. Hann skilur þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun.“ Þóra átti erfitt með að velja hápunkt landsliðsferilsins eftir sextán ár með landsliðinu. „Stórmótin standa upp úr, þau voru frábær og bæði á sinn hátt. Svo er gaman að sjá bætinginuna á landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið hefur tekið stöðugum framförum ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna er að koma ákveðin kynslóðarskipti. Ég hef fulla trú á því að þessar stelpur taki við keflinu af okkur eldri leikmönnunum,“ sagði Þóra sem gerði ekki ráð fyrir að taka annað tímabil með Fylki. „Ég held ekki en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Þóra sem var ekki viss hvort hana myndi klæja í fingurna næsta vor. „Það gæti verið, þá verð ég bara að tækla það þegar að því kemur.“Erum búin að sleikja sárin Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að leikmenn liðsins séu búnir að ná sér eftir tapið gegn Danmörku á dögunum. „Við erum búin að sleikja sárin eftir tapið. Við vildum fá miklu meira út úr leiknum því hann spilaðist bara eins og við vildum. Við þurfum að komast yfir hann og vonandi náum við því með sigri hér á morgun,“ sagði Freyr sem ætlar að gera breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins. „Þær sem eru að koma nýjar inn og þær sem eru að koma inn eftir meiðsli eru auðvitað hungraðar. Það verða engar róttækar breytingar en það verða einhverjar.“ Um er að ræða ómetanlegan undirbúning fyrir næstu undankeppni að mati þjálfarans enda leikur liðið sjaldan æfingaleiki. „Við fáum ekki marga æfingaleiki og því er þetta gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2017. Þessir leikmenn sem ég tek inn í þennan hóp þurfa að sýna hvað þær geta. Ég veit hvað hinar hafa fram að færa og þetta er kjörið tækifæri til þess að skoða hvað aðrir leikmenn hafa fram að færa til liðsins,“ sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira