Hugleiðingar á degi íslenskrar náttúru Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. september 2014 10:38 Okkur Íslendingum finnst landið okkar fagurt og merkilegt. Vissulega er fegurð afstætt hugtak, en við getum þó með nokkru rökstutt þessa skoðun okkar. Hér er fjölbreytt landslag og stórbrotin náttúra, frá brimsorfnum ströndum til óbyggðra víðerna, þar sem spúandi eldgígar gjósa nú við jökulsporð. Við erum heldur ekki ein um þessa skoðun, því sérstök náttúra Íslands dregur æ fleiri erlenda ferðamenn til sín. Á sama tíma fjölgar stöðugt þeim Íslendingum sem sækjast eftir því að njóta náttúrunnar til útivistar og ferðalaga. Um leið hafa menn áhyggjur af því að íslenskir ferðamannastaðir séu ekki í stakk búnir til að taka við þeim fjölda ferðamanna sem sækja þá heim. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem tekur til þess með hvaða hætti best verði að byggja upp og jafnframt að viðhalda ferðamannastöðum til lengri tíma í formi framkvæmdaáætlunar. Gert er ráð fyrir að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi til tólf ára, þar sem fram kemur hvernig uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum verður háttað. Þá er unnið að því því í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu að útfæra leiðir til að fjármagna uppbyggingu og viðhald á ferðamannastöðum. Mikilvægt er að hafa víðtækt samráð svo ekki myndist gjá á milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. Nauðsynlegt er að tryggja, eins og áður, sanngjarnan rétt almennings til frjálsrar farar svo hann geti notið náttúru landsins, án þess að gengið sé á hagsmuni sem þar kunna að liggja fyrir. Spyrja má hvort ekki þurfi að skilja betur að almannaréttinn, þ.e. rétt einstaklinga til frjálsrar farar um landið og svo þeirra sem taka gjald fyrir að fara með ferðamenn um land í eigu annarra. Þá þurfum við að huga að fagurri ásýnd náttúrunnar og skilja ekkert eftir sem ekki á þar heima. Með samstilltu átaki getum við í sameiningu gætt þess að halda landinu hreinu og umgangast náttúruna af virðingu. Þar þurfum við að byrja á okkur sjálfum og brýna fyrir börnum okkar þá hugsun að henda ekki rusli á almannafæri. Megi dagur íslenskrar náttúru verða okkur öllum ánægjulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum finnst landið okkar fagurt og merkilegt. Vissulega er fegurð afstætt hugtak, en við getum þó með nokkru rökstutt þessa skoðun okkar. Hér er fjölbreytt landslag og stórbrotin náttúra, frá brimsorfnum ströndum til óbyggðra víðerna, þar sem spúandi eldgígar gjósa nú við jökulsporð. Við erum heldur ekki ein um þessa skoðun, því sérstök náttúra Íslands dregur æ fleiri erlenda ferðamenn til sín. Á sama tíma fjölgar stöðugt þeim Íslendingum sem sækjast eftir því að njóta náttúrunnar til útivistar og ferðalaga. Um leið hafa menn áhyggjur af því að íslenskir ferðamannastaðir séu ekki í stakk búnir til að taka við þeim fjölda ferðamanna sem sækja þá heim. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem tekur til þess með hvaða hætti best verði að byggja upp og jafnframt að viðhalda ferðamannastöðum til lengri tíma í formi framkvæmdaáætlunar. Gert er ráð fyrir að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi til tólf ára, þar sem fram kemur hvernig uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum verður háttað. Þá er unnið að því því í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu að útfæra leiðir til að fjármagna uppbyggingu og viðhald á ferðamannastöðum. Mikilvægt er að hafa víðtækt samráð svo ekki myndist gjá á milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. Nauðsynlegt er að tryggja, eins og áður, sanngjarnan rétt almennings til frjálsrar farar svo hann geti notið náttúru landsins, án þess að gengið sé á hagsmuni sem þar kunna að liggja fyrir. Spyrja má hvort ekki þurfi að skilja betur að almannaréttinn, þ.e. rétt einstaklinga til frjálsrar farar um landið og svo þeirra sem taka gjald fyrir að fara með ferðamenn um land í eigu annarra. Þá þurfum við að huga að fagurri ásýnd náttúrunnar og skilja ekkert eftir sem ekki á þar heima. Með samstilltu átaki getum við í sameiningu gætt þess að halda landinu hreinu og umgangast náttúruna af virðingu. Þar þurfum við að byrja á okkur sjálfum og brýna fyrir börnum okkar þá hugsun að henda ekki rusli á almannafæri. Megi dagur íslenskrar náttúru verða okkur öllum ánægjulegur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun