Hin eina sanna megrunarpilla Teitur Guðmundsson skrifar 16. september 2014 10:38 Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun